fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Vegamál í ólestri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2017 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Háafoss í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd/Getty

Kristófer Tómasson skrifar:

Listinn getur orðið langur þegar maður horfir til fjárveitingarvaldsins í landinu. Þeir fulltrúar sem við þegnar landsins höfum kosið til að sitja fyrir okkar hönd á hinu háa Alþingi hafa meðal annars með höndum að hlutverk að útdeila fé úr sameiginlegum sjóðum til samfélagsins. Það er þrennt sem kemur oftast upp í minn huga þegar um það er rætt. Heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál. Eftir að ég tók við því starfi sem ég gegni nú, hefur síðastnefndi málaflokkurinn verið mér hugleiknastur, þó ekki geri ég lítið úr þeim fyrrnefndu.  Lengi er hægt að benda á að ástand geti verið verra en það er hverju sinni. En um langt skeið hefur ástand margra vega hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verið slíkt ekki er hægt að una við það.
Ekki dreg ég í efa að mikið vantar á í þessum efnum í öðrum sveitarfélögum einnig. Sú samgönguáætlun sem nú er í gildi felur ekki í sér neinar umbætur í vegamálum í sveitarfélaginu.  Þrátt fyrir að sveitarstjórnarfólk og aðrir íbúar hafi komið því til skila að pottur sé víða brotinn. Hér eru margir tengivegir sem liggja til einstakra parta byggðarinnar. Á síðustu árum hefur umferð um marga þessara vega aukist verulega vegna aukins ferðamannastraums og aukinnar ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins. Er þá ónefnd umferð vegna virkjanaframkvæmda. Þar kemur oft til flutningur á þungum hlutum sem hafa mun meiri breidd en venjuleg ökutæki.
Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Það finnast hér allnokkrir vegir þar sem orðið hörmuleg slys og full ástæða til að hafa meiri áhyggjur en nokkru sinni áður að fleiri slys eigi sér stað. Ekki síst þegar haft er í huga að aukinn fjöldi erlendra ökumanna án reynslu, og án sambærilegra réttinda og krafist er hér á

landi séu akandi á vegunum. Dæmi eru um að  skólabílstjórar hafi orðað að koma þurfi til sérstakar álagsgreiðslur á tilteknum vegum vegna slits ökutækja sem hlýst af ófremdarástandi veganna. Efni í mörgum vegum hér um slóðir er orðið nánast uppurið og lítinn tilgang hefur að hefla. Tekið skal fram að starfsmenn Vegagerðarinnar er allir af vilja gerðir til að bæta ástandið.
Forystumenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda hafa haldið því til haga að  25-27 milljarðar af þeim 70 milljörðum sem innheimtast í ríkiskassann á ári hverju af okkur bílaeigendum fari beint til vegamála.   Varla getur það talist ásættanlegt í ljósi þess að óumdeilt er að þörfin til endurbóta á vegakerfinu er mun meiri en sem því nemur. Það má vera ljóst að það sem hefur komið í rikiskassann af sölu eldsneytis og bifreiða á allra síðustu árum hafi aukist til muna í samræmi við aukna umferð og fjölgun ökutækja í umferðinni á vegum landsins.  Á sama tíma virðist mér ástand vega fara versnandi og ég held að það sé ekki hugarburður, ef svo er bið ég ykkur þingmenn Suðurkjördæmis að leiðrétta mig.

Ríkissjóður hefur marga munna að metta og er kostnaðarþrýstingur mikill úr öllum áttum ekki ætla ég að gera lítið úr því.  Engu að síður státa þeir sem halda um ríkispynguna sig af því að staða þjóðarbúsins sé framúrskarandi góð um þessar mundir, alla vega þegar það hentar.Því á ég mjög erfitt með að sýna því skilning að ekki gangi betur en raun ber vitni að halda vegum hér í þeim ágæta hreppi sem ég bý í sem og í öðrum hreppum í betra ástandi en raun ber vitni.

Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi