fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Ósamstaða og klofningur innan Pírata kemur í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti tekið við

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. júní 2017 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Ósamstaða og klofningur innan raða Pírata kemur í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti tekið við stjórnartaumunum ef núverandi ríkisstjórn færi frá. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðunnar sem rætt er við í helgarblaði DV. Segja þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna að þeir  séu fegnir að ekki hafi tekist að mynda fimm flokka stjórn eftir síðustu kosningar þar sem slík stjórn væri nú sprungin fyrir löngu vegna innanmeina Pírata.

Frá kosningum hefur verið talið að klofningur innan Framsóknarflokksins hefði komið í veg fyrir að stjórnarandstaðan gæti tekið við stjórnartaumunum ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar færi frá, en það er ekki lengur helsta fyrirstaðan að mati þingmanna hinna stjórnarandstöðuflokkanna.

Þingmenn Vinstri grænna sem DV ræddi við sögðu að þar ríkti talsverð þreyta í garð Pírata, þar sem Píratar þurfi að ræða alla hluti innan þingflokksins taki viðræður stjórnarandstöðunnar langan tíma. Framsóknarflokkurinn er tortrygginn í garð Pírata, sumir þingmenn flokksins segja að ekki sé hægt að treysta Pírötum og þeir séu óstjórntækir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar að hann treysti sér til að vinna með Pírötum:

Mér finnst þetta vera, heilt yfir, áhugaverðir stjórnmálamenn. Stjórnarandstaðan hins vegar glímir við það, eðlilega, að þetta eru ólíkir flokkar. Það er líka þannig að félli stjórnin er ekki sjálfgefið að eini valkosturinn væri að stjórnarandstaðan tæki við, heimurinn er ekki þannig svarthvítur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?