fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Ungir Píratar boða til mótmæla á Austurvelli: „Burt með bullið“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 26. maí 2017 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir Píratar ásamt fleirum boða til mótmæla á Austurvelli sunnudaginn 28. maí kl. 15. Tilefni mótmælanna er möguleg sameining Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans, sem skipuleggjendur segja ólýðræðislega. Á fimmta tug hefur þegar meldað sig á mótmælin á Fésbók og hafa á annað hundrað lýst yfir áhuga á að mæta, þar á meðal þingmenn Pírata og Vinstri grænna.

„Við mótmælum ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans. Burt með gömlu pólitíkina!,“

segir á síðu mótmælanna á Fésbók. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG verða með erindi, sem og Ísabella Ýr Hallgrímsdóttir fulltrúi nemenda við FÁ. Nemendafélag FÁ, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn styðja mótmælin. Vilja þau segja gömlu póitíkinni stríð á hendur:

Ef almenningur krefst þess ekki að vinnubrögðin breytist mun allt halda áfram sem hingað til. Segjum gömlu pólitíkinni stríð á hendur. Burt með bullið. Burt með sérhagsmunabraskið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi