fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð stofnar Framfarafélagið

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins boðar stofnunar Framfarafélagsins,  hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Félagið verður stofnað á laugardaginn. Sigmundur greindi frá þessum áformum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Segir Sigmundur að félagið sé ekki vísir að nýjum flokk, en Sigmundur hefur verið hvattur til þess að stofna nýjan flokk í kjölfar þess að hann var felldur af formannsstóli af Sigurði Inga Jóhannssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust. Hann segir félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk:

Nei, alls ekki. Fé­lagið mun sjálfsagt þró­ast með tím­an­um og láta til sín taka á ýms­an hátt, en þetta er ekki stofnað sem stjórn­mála­flokk­ur.

Sigmundur segir að Framsóknarflokkurinn sé á slæmum stað um þessar mundir. Fylgið hafi dregist saman í síðustu kosningum og nú sé hann að elta málefni annarra flokka, betra væri ef flokkurinn leiddi umræðuna:

Flokkur sem á að setja dagskrána í pólitískri umræðu. Flokkurinn er á miðjunni. Hann verður ýmist róttækur eða einungis til að aðstoða flokka til hægri eða vinstri með sína hugmyndafræði,

segir Sigmundur. Nú sé flokkurinn laskaður eftir innri átök síðustu mánaða og fá tækifæri séu fyrir grasrótina til að láta til sín taka:

Ég hef ekki vett­vang inn­an flokks­ins eins og sak­ir standa núna til að beita mér með þess­um hætti. En ég vona að sem flest­ir Fram­sókn­ar­menn taki þátt í þessu. Ég von­ast til þess að þetta muni styðja við gras­rót­ina í flokkn­um.

Framfarafélagið verður stofnað í Rúgbrauðsgerðinni kl.11 á laugardaginn. Sigmundur Davíð verður svo gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN sem verður frumsýndur annað kvöld kl. 21.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi