fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Þáttaskil í frönskum stjórnmálum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. apríl 2017 06:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron og Marine Le Pen.

Emmanuel Macron og Marine Le Pen komust áfram í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi en fyrri umferðin fór fram í gær. Úrslitin marka ákveðin þáttaskil í frönskum stjórnmálum og sýna það mikla vantraust sem kjósendur bera til hins hefðbundna pólitíska kerfis í landinu og hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. Í fyrsta sinn í sögu fimmta lýðveldisins eiga gömlu flokkarnir ekki frambjóðanda í síðari umferðinni.

Frambjóðendur sósíalista og íhaldsmanna biðu lægri hlut fyrir Macron og Le Pen í gær. Marine Le Pen, leiðtogi Front National, fékk um 22 prósent atkvæða í kosningunum en Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, fékk um 23 prósent atkvæða. Þau berjast því um sigurinn í annarri umferð kosninganna sem fer fram 7. maí næstkomandi.

Macron er 39 ára og frekar reynslulítill í stjórnmálum. Á aðeins sex mánuðum tókst honum að ná vel til kjósenda og þykir nú líklegur til að verða næsti forseti Frakklands en samkvæmt skoðanakönnunum mun hann sigra Le Pen með töluverðum mun og hljóta um 60 prósent atkvæða. En það er þó kannski of snemmt að afskrifa Le Pen og nægir þar að benda á óvæntan sigur Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum síðasta haust og úrslit Brexit kosninganna.

Francois Fillon, frambjóðandi íhaldsmanna, fékk 20 prósent atkvæða í gær. Þegar hann viðurkenndi ósigur sinn sagði hann að nú væri ekkert annað í stöðunni en að kjósa gegn öfgahægrivængnum og átti þar við Le Pen. Hann lýsti yfir stuðningi við Macron og sagðist kjósa hann í síðari umferðinni. Það sama gerði Jean-Claude Raffarin, fyrrum forsætisráðherra íhaldsflokksins, en hann hvatti alla „lýðræðissinna“ til að kjósa Macron.

Macron er stuðningsmaður ESB en Le Pen er mjög á móti ESB. Þau hafa ólíka sýn á framtíð Frakklands. Le Pen horfir mjög til fyrri tíðar og vill Frakkland úr ESB og gera landið að sterku þjóðríki sem byggir á glæstri fortíð. Macron hefur á hinn bóginn talað um að leiðin liggi fram á við og hefur reynt að veita fólki von um að góðir tímar geti verið framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu