fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Stóra mútumálið: Þessir sögðu já – Þessir nei

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra kannast við að hafa verið boðnar mútur. Í viðtali við DV í dag tekur Sigmundur Davíð öll tvímæli af að menn á vegum vogunarsjóða hafi boðið honum mútur fyrir hagfellda niðurstöðu í viðræðum við íslensk stjórnvöld.

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi ráðherra sagði svo í morgun að fjölmiðlar þyrftu að komast til botns í málinu í stað þess að afgreiða það sem ,,hreina markleysu“. Blaðamenn Eyjunnar ákváðu í dag að hafa samband við alla ráðherra sem sátu í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á síðasta kjörtímabili til að spyrja hvort þeim hefðu verið boðnar mútur eða hvort þeim hefði verið hótað. Hér fyrir neðan má svo sjá svör ráðherranna við spurningum blaðamanna:

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var fjármálaráðherra í stjórn Sigmundar Davíðs frá 2013 til 2017, aðspurður um hvort honum hefði verið boðnar mútur eða honum hótað sagði Bjarni:

Ég get svarað þessu einfaldlega, ég kannast við hvorugt.

Sigrún Magnúsdóttir var umhverfis- og auðlindamálaráðherra frá 31.desember 2014, í samtali við blaðamann kannaðist hún ekki við að hafa verið boðnar mútur eða hafa verið hótað í tíð sinni sem ráðherra. Hún sagði hins vegar að embætti ráðherra væri þess eðils að oft væru stór orð látin falla í tengslum við einstök mál:

Það voru hins vegar stór orð látin falla í tengslum við Rammaáætlun, ég fékk alveg að heyra það, en ég myndi ekki kalla það hótanir.

En var reynt að múta þér?

Nei.

Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs þrátt fyrir ítrekaðar tilrunir.

Eygló Harðardóttir var  félagsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili, hún sagði að henni hafi aldrei verið boðnar mútur.

Var þér einhverntímann hótað?

Þingmenn sem hafa verið í ákveðnum verkefnum hafa fengið illskeytta tölvupósta. Þegar við erum að fást við viðkvæm og erfið mál, þar sem fólk er í miklum vanda, þá getur reiðin brotist út með neikvæðum hætti. Ég held að það sé ekkert einstakt við mig frekar en aðra.

Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort reynt hafi verið að múta honum eða honum hótað sagði Kristján Þór:

Ég kannast ekki við neitt svoleiðis.

Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs og sagði í samtali við Eyjuna að hann kannaðist við það að hafa átt samtal ,,sem var alveg hægt að skilja á þennan veg en það er alltaf erfitt að fullyrða svona.“

Ég tók það alla veganna þannig að það væri verið að ýja að einhverju þannig.

Var það fyrir hönd aðila tengdum vogunarsjóðunum?

Þetta var í veislu þar sem maður nálgast mig og fór að ræða þetta við mig. Ég fattaði þetta ekki fyrr en löngu seinna og sagði Sigmundi frá þessu. Mér fannst það bara svo fyndið að maður fattar ekkert svona.

Var þér hótað í tengslum við þessi mál?

Mér hefur ekki verið hótað varðandi þetta mál. Maður hefur svo sem fengið allskonar hótanir en ekki í tengslum við þetta.

Sigurður Ingi Jóhannsson var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stjórnartíð Sigmundar Davíðs, aðspurður um hvort honum hefðu verið boðnar mútur eða honum hótað sagði Sigurður Ingi:

Nei er svarið við báðum þessum spurningum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórninni. Aðspurð hvort henni hefði verið boðið mútur eða henni hótað, sagði hún:

Ég lenti aldrei í slíku.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var innanríkisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Segir hún að fullyrðingar Sigmundar eigi ekki við í sínu tilfelli:

Það á ekki við um mig. Ég tók aldrei nein samtöl um þessi mál.

Ari Brynjólfsson – ari@eyjan.is

Kristjón Kormákur Guðjónsson – kristjon@dv.is

Þorvarður Pálsson – thorvardur@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar