fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Íslendingar telja ólíklegt að hryðjuverk verði framin á Íslandi

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. mars 2017 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjulausir Íslendingar. Langstærstur hluti landsmanna telur ólíklegt að hryðjuverk verði framin á Íslandi. Mynd/DV

Aðeins tæplega 8% Íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi, en 76-77% telja það ólíklegt. Þeir yngstu og elstu telja það líklegra en þeir sem eru á miðjum aldri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.  Með auknum tekjum og lengri skólagöngu telur fólk ólíklegra að hryðjuverk verði framin hér á landi. Þá er all athyglisvert að hér finnst ekki munur á mati kjósenda flokkanna á hryðjuverkaógninni. Síðan kemur í ljós að því oftar sem fólk hugsar um að hryðjuverk séu framin á Íslandi þeim mun líklegra telur það að þau verði framin hér.

Langstærstur hluti landsmanna, 76 til 77%, hugsar sjaldan eða aldrei um að hryðjuverk verði framin á Íslandi, en aðeins um 4% hugsa u m það oft. Konur hugsa örlítið oftar um hryðjuverk en karlar og þeir yngstu oftar en eldri. Með auknum tekjum og lengri skólagöngu fækkar hugsunum fólks um hryðjuverk.. Þ á kemur í ljós að kjósendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hugsa oftar um að hryðjuverk verði framin á Íslandi en kjósendur annarra flokka.

Könnunin var gerð dagana 10.til  22. mars 2017 og náði til 877 manns á aldrinum 18 til 75 ára um allt land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni