fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Þórhildur mætti Arnþrúði og Pétri í beinni: „Þið stundið hér hatursáróður“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. mars 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Harðorðar og fjörugar umræðu sköpuðust þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mætti Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétri Gunnlaugssyni dagskrárgerðarmanni í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu síðdegis í gær. Líkt og Eyjan greindi frá fyrr í vikunni hafa þingmaðurinn og aðstandendur Útvarp Sögu eldað grátt silfur, Þórhildur sagði á Alþingi að gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, væri ómakleg. Útvarp Saga birti í kjölfarið frétt á vef sínum þar sem Þórhildur er sögð hafa ráðist á stöðina.

Viðtalið hófst með umræðum um ECRI-skýrsluna þar sem Útvarp Saga var sögð breiða út hatursboðskap hér á landi, sérstaklega hvað varðaði hinsegin fólk, innflytjendur og múslima. Arnþrúður sagði nefndina eltast við slúður og gagnrýndi harðlega að stöðin hefði ekki fengið að andmæla fullyrðingunum áður en skýrslan var birt, þá sagði Þórhildur:

Ja, ég er ekki reyndar alveg sammála því, það eru ýmis dæmi um að þið stundið hér hatursáróður,

sagði Þórhildur og brugðust þáttastjórnendur ókvæða við. Þórhildur bætti við að ECRI-nefndin starfaði undir viðurkenndum stöðlum og kæmi hingað, líkt og aðrar nefndir, í reglulegar eftirlitsferðir og gæfu síðan út skýrslu með tilmælum og leiðbeiningum til stjórnvalda.

„Þið dreifið rógburði,“ sagði Arnþrúður, Þórhildur svaraði: „Hvaða rógburði? Ég hef skilgreininguna á hatursáróðri og hvernig þið talið á þessarri útvarpsstöð.“

Og hver dæmir það? Við höfum aldrei verið dæmd. Útvarp Saga hefur aldrei verið kærð fyrir hatursáróður,

sagði Arnþrúður. Þórhildur sagði að þetta væri sín skoðun, að ummæli sem væri látin falla á stöðinni vera hatursáróður. Arnþrúður svaraði því með:

Já það er þín skoðun. Það er himinn og haf á milli sannleikans og þinna tilfinninga.

Þórhildur sagði hvasst:

Ég ver ykkar rétt til þess að hafa skoðanir á mér og kalla mig öllum illum nöfnum allan daginn út í rauðan dauðann, út af því að við höfum tjáningarfrelsi á þessu landi. Tjáningarfrelsi felst í því að orð bera ábyrgð.

Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Mynd/DV

Arnþrúður setti stórt spurningamerki við að nafnleynd hafi verið yfir þeim sem ECRI nefndin ræddi við í tengslum við gerð skýrslunnar, Þórhildur sagði það gert til að nefndin fengi sem bestar upplýsingar, en Arnþrúður sagði það til að geta haldið nafnleynd yfir rógberum.

„Fordóma!?“

Undir lok viðtalsins, sem er meira en klukkustund að lengd, spurði Pétur Gunnlaugsson Þórhildi:

Bara ein spurning, mega menn berjast gegn fjölmenningarsamfélaginu? Já eða nei.

Þórhildur svaraði:

Ykkur er frjálst að hafa skoðanir um fjölmenningarsamfélagið. En ef það lýsir sér í því að þið séuð gagngert að vinna í því að fá fólk til að hafa fordóma á grundvelli…

„Fordóma!?,“ sagði Pétur: „Má ekki vísa í skýrslu frá Svíþjóð, eru það einhverjir fordómar?“

Þórhildur: „Það sem þú gerir með því að vísa í skýrslu frá Svíþjóð, eins og þú gerir, er að halda því fram að fólk sem er ekki Íslendingar séu líklegri til að nauðga fólki heldur en annað fólk.“

Pétur hafnaði því alfarið: „Ég sagði að fjölmennignarstefnan og þetta litla eftirlit með innflutningi á fólki frá ýmsum löndum, hefðu leitt til stóraukinna glæpa meðal annars í Svíþjóð, sem er mesta nauðgunarsamfélag fyrir utan Leshótó. Málið er það að þið viljið ekkert ræða þessi mál…“

„Ég sit hérna og er að ræða þessi mál,“ sagði Þórhildur og bætti við að Píratar hefðu mikið rætt um hryðjuverk og innflytjendur. Umræðunni var slitið þar sem tíminn var á þrotum, en vonuðust Arnþrúður og Þórhildur að þeim yrði haldið áfram innan tíðar.

Hér má hlusta á umræðurnar á Útvarpi Sögu, merkt Síðdegisútvarpið 23.mars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu