fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn: Mikael er uppteknari af því að skjóta á ríkisstjórnina en hjálpa fátækum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. mars 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Mikael Torfason blaðamaður.

Mikael Torfason vakti mikla athygli þegar hann kom fram í Silfrinu á sunnudaginn þar sem hann ræddi ástand fátæks fólks á Íslandi. Mikael er með þættina Fátækt Fólk á laugardögum á RÚV þar sem hann beinir sjónum sínum að ástandi hinna verst settu á Íslandi. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra svarar fullyrðingum Mikaels á Facebook síðu sinni. Ráðherrann segir það ,,gott að sjá blaðamenn eins og Mikael beina sjónum sínum að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og benda á það sem betur megi fara. Mér fannst þó Mikael eyða mestum tíma sínum í að lýsa megnri andúð sinni á þessari ríkisstjórn og þeim sem í henni sitja og minni í að benda á hvað mætti gera til að bæta úr.“

Að mati Þorsteins er Mikael meira í mun að hjóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar og útmála hana sem ábyrgðarmann velferðarkerfisins undanfarna áratugi. Hann segir auk þess að þeir sem vogi sér að gagnrýna málflutning Mikaels fái skammir fyrir.

Þorsteinn segir mikilvægt að ræða hvað betur megi fara í íslensku samfélagi en það verði að gera án þess að hnýta í sífellu í það kerfi sem nú sé við líði eða þá sem innan þess starfi. Hann efist ekki um að Mikael gangi einungis gott til með að hefja þessa umærðu en það sé óþarfi að gefa það í skyn að hann eða aðrir á þingi séu ekki allir af vilja gerðir til að taka á vandanum.

Ég er sannfærður um að allir þeir sem á þingi eru í dag brenna fyrir hugsjónum sínum og vilja láta gott af sér leiða þó svo skoðanir geti verið misjafnar á því hvaða leiðir séu bestar.

Fátækt er að mati Þorsteins vandamál hér á landi og það er hlutverk hans og þeirra sem á Alþingi starfa að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda með því að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins.

Margt hafi færst til betri vegar á undanförnum árum hér á landi segir Þorsteinn og bendir á aukinn kaupmátt, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa. Lágmarksbótafjárhæðir hafi hækkað í takt við lægstu launin, launajöfnuður samkvæmt Gini staðli sé mikill og mestur aðildarríkja OECD. Atvinnuleysi sé hverfandi, lífeyrisþegar búi við mikinn kaupmátt, fátækt minnkað á undanförnum árum og skuldir heimilanna lækkað.

Þó svo við stöldrum við og hrósum því sem vel hefur tekist til með (og fjölmargir eiga lof skilið fyrir) dregur það ekki á nokkurn hátt úr metnaði okkar til að gera betur. Það þýðir einungis að við höfum úr betri stöðu að spila en ella.

Að lokum segir Þorsteinn að það sé eins með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og forvera hennar, hún verði dæmd af verkum sínum. Stjórnarsáttmálinn hafi endurspeglað forgangsröðun hennar og þar hafi velferðarmálin verið fyrirferðarmikil og það muni koma bersýnilega í ljós í fimm ára ríkisfjármálaáætlun sem kynnt verði á næstu misserum, sem og fjárlögum næsta árs og frumvörpum sem frá henni séu væntanleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum