fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Nichole svarar fyrir ummælin um fátækt: „Ég hef barist fyrir þetta fólk“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar og Mikael Torfason. Samsett mynd/DV

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hafnar því alfarið að hún geri lítið úr fátækt á Íslandi, þvert á móti sé fátækt stórt vandamál á Íslandi, hún ítrekar þó afstöðu sína að henni hafi þótt málflutningur Mikaels Torfasonar vera einhliða.

Málið má rekja til viðtals Egils Helgasonar við Mikael í Silfrinu síðustu helgi þar sem Mikael ræddi um þætti sína Fátækt fólk, og minntist á einn af viðmælendum sínum. Sú er 24 ára gömul einstæð móðir sem býr í félagslegri íbúð í Breiðholti og er ófrísk að sínu fjórða barni. Hún hefur ekki haft neina fasta atvinnu undanfarin ár og hefur meðal annars gripið til þess ráðs að selja kannabisefni til að framfleyta sér og börnunum. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Nichole á Fésbókarvegg Pawel Bartoszek þingmanns Viðreisnar:

Ég vann með fjölskyldu sem hann var að lýsa í Fellahverfi í 9 ár… og já ég held að hægt er að segja að minnst kosti í gær sáum við rithöfundur segja hluti einhliða.

Vissulega til fólk sem hefur það erfiðara en aðrir

Þessi ummæli ollu nokkru fjaðrafoki í netheimum í gær þar sem margir létu þung orð falla um Nichole, var hún sögð gera lítið úr fátækum  og þar af leiðandi vanhæf til að sitja á Alþingi. Hún segir af og frá að hún geri lítið úr fátækt á Íslandi, það eina sem hún vilji sé að umræðan verði málefnalegri:

Mín upplifun af þessu, veit ekki hvort hægt sé að kalla þetta viðtal eða hvað, er að hann hafi farið á kostum og orðum hent út í loftið. Ég hugsa að bak við þessa dæmisögu sem hann gerði, þar er fólk og þar er kerfi sem starfar fyrir fólk sem leitar að úrræðum, vissulega er fólk sem lendir á gráu svæðum innan kerfisins og hefur það erfiðara en aðrir,

sagði Nichole í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun, aðspurð um hvort henni finnst fátækt ekki vera vandamál á Íslandi sagði hún:

Ég er alls ekki að segja það. Fátækt er vandamál og við erum að sjá hana aukast, við sjáum mismunun í okkar kerfum og alls konar. Húsnæðiskerfið, ég er með miklar áhyggjur, við erum að búa til enn meiri fátækt þar.

Misbýður ummæli um að hún geri lítið úr fátækum

Áður en Nichole settist á þing starfaði hún sem leikskólastjóri í Efra-Breiðholti. Mynd/Reykjavík Vikublað

Nichole segir hins vegar það hafi vantað önnur sjónarmið til að vega á móti málflutningi Mikaels, til dæmis félagsráðgjafa í Breiðholti sem hefði getað sagt hvað sé gert fyrir fólk. Hún segist hafa lagt sitt fram í baráttunni gegn fátækt á Íslandi í starfi sínu sem leikskólastjóri í Breiðholti:

„Mér er mjög misboðið að það sé verið að tala um að ég geri lítið úr fátækum. Ég veit ekki betur en að ég hafi barist við barnavernd til þess að fá einhvern til að greiða fyrir tannaðgerðir á börnum. Ég hef barist fyrir þetta fólk,“

sagði Nichole. Varðandi dæmið sem Mikael kom með um einstæðu móðurina sem selur kannabisefni til að framfleyta sér og þremum börnum, með  það fjórða á leiðinni, segir Nichole:

Ég ætla ekki að trúa því að þetta hafi verið eina leiðin, ég þekki þessi kerfi, þarna erum við að tala um úrræði sem liggja hjá bæði ríki og sveitarfélaginu, sem bregðast við hennar erfiðleikum. Það eru húsaleigubætur, það eru ýmis úrræði sem liggja fyrir. Hún er meira að segja kandídát í verkefni sem er unnið á vegum ríkis og sveitarfélaga sem heitir TINNA þar sem unnið er að því að valdefla og koma fólki á betri braut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum