fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Í fyrsta sinn í 183 ár: Danska ríkið skuldar ekkert í erlendum gjaldmiðlum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. mars 2017 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verða söguleg tíðindi í dönskum ríkisfjármálum en þá greiðir ríkið síðustu afborgun af 1,5 milljarða dollara láni. Þetta er síðasta greiðsla ríkissjóðs af láni í erlendri mynt en það er þó ekki þar með sagt að danski ríkissjóðurinn sé skuldlaus, það er enn nokkuð langt í land með það. En nú eru allar skuldirnar í dönskum krónum, bæði innlendar og erlendar.

Þetta er í fyrsta sinn í minnst 183 ár eða frá 1834 sem ríkissjóður skuldar ekkert í erlendri mynt. Kristian Jensen, fjármálaráðherra, segir að þetta sé sögulegur atburður. Þetta sýni hversu mikið traust ríkir erlendis gagnvart dönsku efnahagslífi og fastgenginsstefnu krónunnar.

Lán, sem eru tekin í erlendri mynt, eru notuð til að tryggja að nauðsynlegur gjaldeyrisforði sé til í landinu. Frá 2009 til 2011 jókst gjaldeyrisforðinn úr tæplega 200 milljörðum danskra króna í rúmlega 450 milljarða. Ekki hefur reynst nauðsynlegt að taka lán í erlendri mynt nýlega til að tryggja nauðsynlegan gjaldeyrisvaraforða en hann er nú 466,6 milljarðar danskra króna eftir því sem segir á vef Danska ríkisútvarpsins.

En danska ríkið er þó langt frá því að vera skuldlaust. Í árslok 2016 voru skuldir ríkisins um 650 milljarðar danskra króna en það svarar til 32 prósenta af þjóðarframleiðslunni. Um 40 prósent af því, um 260 milljarðar, eru lán frá erlendum fjárfestum en þau eru öll í dönskum krónum.

Fyrsta erlenda lán danska ríkissjóðsins var tekið 1757 þegar ríkið fékk hálfa milljón ríkisdala lánaða í Hamborg og Amsterdam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni