fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

„Hið opinbera dragi sig út úr smásölurekstri“ – SVÞ fagna áfengisfrumvarpinu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. mars 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef frumvarpið verður samþykkt þá verður hægt að kaupa bjór í matvöruverslunum, ekki einungis í Vínbúðum. Mynd: DV/Einar Þór Sigurðsson

Samtök verslunar og þjónustu fagna áfengisfrumvarpinu svokallaða og segja frumvarpið í samræmi við áherslur samtakanna um að færa verkefni frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna við frumvarpið sem var samþykkt í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku. Frumvarpið, sem kveður á um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis, er mjög umdeilt en fram að þessu hafa flestar umsagnirnar verið mjög neikvæðar í garð sölu áfengis í matvöruverslunum og hafa kannanir sýnt andstöðu meirihluta þjóðarinnar gegn frumvarpinu.

SVÞ segja hins vegar að  frumvarpið feli í sér aukna möguleika til hagræðingar hjá hinu opinbera þar sem ríkið muni losna undan skuldbindingum sínum um rekstur og sölu áfengis:

Að sama skapi felur frumvarpið í sér möguleika til hagræðingar hjá einkaaðilum þar sem unnt verður að samnýta verslunarrými sem þegar er nýtt undir aðrar vörur eða starfsemi. Þá fagna SVÞ sérstaklega því frumkvæði í frumvarpinu um að fella úr lögum banni við áfengisauglýsingum enda hefur núverandi bann ekki staðið í vegi fyrir að áfengisauglýsingar hafi birst hér á landi, m.a. í erlendum miðlum, og þannig mismunað framleiðendum eftir hvort um er að ræða innlenda eða erlenda aðila,

segir í fréttatilkynningu frá SVÞ. Ítreka samtökin að frelsi í viðskiptum fylgi ábyrgð og verslun og einkaaðilar taka hlutverk sitt alvarlega þar sem þessum aðilum hafa undanfarana áratugi selt hættulegar vörur á borð við tókab, lyf, skotfæri og efnavörur:

Á þessum sviðum hefur ekki verið efast um faglega getu þessara aðila og heillindi til að sinna þessum verkefnum og benda SVÞ á að það sama eigi við varðandi smásölu áfengis. Verði frumvarpið samþykkt mun verslunin ekki láta sitt eftir liggja að annast hlutverk sitt með ábyrgum og öruggum hætti. Því fagna SVÞ sérstaklega þeirri áherslu sem lögð er á forvarnir í frumvarpinu og vísa m.a. til þess árangurs sem náðst hefur að draga úr tóbaksnotkun með öflugu forvarnarstarfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum