fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Ögmundur vill funda með Bjarna í hádeginu í dag

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 17. mars 2017 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Samsett mynd/DV

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra og þingmaður vill bjóða Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á fund í Iðnó kl. 12 í dag. Um er að ræða opinn hádegisfund í röðinni Til róttækrar skoðunar sem Ögmundur stendur fyrir um þessi misseri, viðfangsefnin eru fjölbreytt en í dag verður áfengi til umræðu undir yfirskriftinni Hver á að selja áfengi: Hvað segja rannsóknir?

Áfengisfrumvarpið svokallaða hefur verið til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum, Bjarni sagði í viðtali við Morgunblaðið þann 4. mars síðastliðinn að frumvarpið snúist um hvort mikilvægt sé „að ríkið sjái um þessa tegund smásöluverslunar“ og telur Bjarni „að við getum fært þessa verslun í hendur einkaaðila og búið þannig með lögum og reglum að starfseminni að gætt sé að sjónarmiðum sem þarf að gæta að þegar áfengi er annars vegar.“

Ögmundur segir á vefsíðu sinni að afstaða Bjarna til málsins sé skýr:

Forsætisráðherra stillir sér upp með tilteknum hagsmunum og þá gegn öðrum. Hann vill að verslunin sé ekki hjá ríkinu heldur einkaaðilum ef hægt er að koma því við. Nú er það svo að við sem erum andvíg því að meina ríkinu að annast smásöludreifingu á áfengi höfum fært rök fyrir því að þetta form sé í samræmi við aðra hagsmuni,  þá hagsmuni sem tengjast lýðheilsu, enda í samræmi við ábendingar og áskoranir heilbrigðisstétta, Alþjóðaheilbrigðsstofnunarinnar, Embættis landlæknis, foreldrasamtaka, ungmennasamtaka og annarra samtaka sem beita sér gegn áfengisneyslu og annarri vímuefnanotkun,

segir Ögmundur og bætir við:

Einu aðilarnir sem eru henni fylgjandi virðast vera verslunaraðilar sem sjá hagnaðarvon, væntanlega hinir sömu og forsætisráðherra vill færa áfengissöluna í hendur, eins og hann orðar það í framangreindu viðtali. Enginn deilir um að þarna er um gríðarlega peningahagsmuni að ræða.

„Vonandi sjáumst við á laugardag klukkan tólf!“

Ögmundur segir að iðulega vilji stjórnmálamenn vera faglegir og saglegir, hlusta á rök og ábendingar þeirra sem rannskað hafa álitamál sem uppi eru. Það hafi til að mynda verið gert þegar lýðheilsustefna var mótuð og samþykkt á síðasta kjörtímabili, þar á meðal af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Heilbrigðisyfirvöld hafi hins vegar bent á að áfengisfrumvarpið stríði gegn lýðheilsustefnunni. Segir Ögmundur svo að lokum:

Er þar komið að tilefni þessa opna bréfs til forsætisráðherra, að bjóða honum til fundar, sem fyrst og fremst á að vera upplýsandi. Fundurinn er hádegisfundur, haldinn í Iðnó í Reykjavík, þar sem einfaldlega er spurt: Hver á að selja áfengi: hvað segja rannsóknir? Til þess að svara spurningunni hafa verið fengnir færustu sérfæðingar. Fundurinn verður stuttur en vonandi markviss. Ekki trúi ég öðru en forsætisráðherra vilji kynna sér niðurstöður rannsókna færustu sérfræðinga áður en málið er til lykta leitt á Alþingi.  Vonandi sjáumst við á laugardag klukkan tólf!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“