fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Íbúar í Suður-Súdan svelta en forsetinn og vinir hans sanka að sér milljörðum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salva Kiir forseti Suður-Súdan

Á meðan íbúar í Suður-Súdan svelta heilu hungri maka forseti landsins og vinir hans krókinn. Í síðustu viku sagði Stephen O‘Brian, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, öryggisráði SÞ að hungursneyðin í Suður-Súdan væri af mannavöldum og að leiðtogar landsins ættu sök á henni.

Halle Jørn Hansen, fyrrum aðalritari norsku neyðarhjálparinnar, segir í bókinni Lives on Stake, sem kemur fljótlega út í Úganda, að öll fjölskylda forseta Suður-Súdans, Salva Kiir, og pólitískir bandamenn hans séu viðriðnir málið.

Suður-Súdan er gjaldþrota. Þeir sem eru við völd hafa rænt ríkið og samfélagið sem nemur 10.000 milljörðum íslenskra króna segir í bókinni að sögn Norska ríkisútvarpsins.

Fimm milljónir manna, helmingur landsmanna, er háður matargjöfum og rúmlega 100.000 manns svelta heilu hungri. Á meðan þetta gerist getur forsetinn haft það náðugt á stórum búgarði sínum utan við höfuðborgina Juba eða á landareign sinni í Kenýa en þar er stór garður í enskum stíl og sundlaug.

13 ára sonur meðeigandi

Í bók Hansen segir hann að Kiir og fjölskylda hans eigi fjölda fyrirtækja sem hafa samninga við ríkið um eitt og annað. 13 ára sonur forsetans er meðeigandi í einu fyrirtækinu. Mágur Kiir er einnig viðriðinn þennan vafasama fyrirtækjarekstur.

Paul Malong, herforingi, er náinn samstarfsmaður Kiir. Hann hefur að sögn komið upp víðfemu tengslaneti við flesta ættflokka landsins og tengist rekstri fyrirtækja í fjarskipta- og samgöngugeiranum. Frá 2006 til 2012 var sem svarar til um 180 milljarða íslenskra króna veitt til vegagerðar í landinu. Fyrir þá upphæð voru lagðir 75 km sem þykir ekki mikið fyrir alla þessa upphæð.

2011 lét Kiir greiða fyrirtæki ættingja síns sem svarar til um 25 milljarða íslenskra króna fyrir vegagerð. Enn hefur ekki sést tangur né tetur af þessum vegi.

Ríkið hefur tekið yfir 60 milljónir hektara lands til sín og leigir hluta þess út til erlendra fyrirtækja. Stjórnmálamenn sjá um samningsgerð vegna útleigunnar og bændur hafa verið hraktir af jörðum sínum. Á meðan á frelsisbaráttu þjóðarinnar stóð var almenningi lofað að hann fengi jarðnæði sitt aftur að stríðinu loknu, það hefur verið svkið að sögn Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“