fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Bæjarstjóri sendir borgarstjóra tóninn: Hvað gengur Degi B. til með því að koma í veg fyrir Sundabraut?

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 17. mars 2017 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólms. Samsett mynd/DV

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri á Stykkishólmi og fyrrverandi samgönguráðherra segir að samningur Reykjavíkurborgar við fasteignafélagið Festi stríði gegn hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. Fyrir viku undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fasteignafélagið Festir ehf. samninga um uppbyggingu 332 íbúða á Gelgjutanga og er áætlað að hefja byggingu á næsta ári.

Sturla Böðvarsson er ekki sáttur og segir í Pressupennapistli í dag:

Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg fá tvær lóðir til ráðstöfunar en Festir ehf. þrjár lóðir til uppbyggingar. Reykjavíkurborg framselur aðra lóðina til Festis ehf fyrir tæpar 326 milljónir. Í samningnum er einnig kveðið á um að Festi taki þátt í listskreytingum í Vogabyggð. Mynd/Reykjavík.is

„Enn hefur verið birt mynd af borgarstjóranum í Reykjavík undirrita samning sem stríðir gegn hagsmunum okkar sem búum utan borgarinnar,“

segir Sturla. Segir hann íbúa landsins lengi fylgst með því hvernig stjórnendur borgarinnar hafa unnið að því að hrekja í burtu flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Það sé gert í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, gegn hagsmunum landsbyggðanna og í andstöðu við þá sem hafa farið með samgöngumál:

„Nú kastar fyrst tólfunum þegar borgarstjórinn hefur undirritað samning við byggingarfyrirtæki sem vill byggja og kemur þannig varanlega í veg fyrir að Sundabraut verði byggð samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar og okkar bestu hönnuða samgöngumannvirkja.“

Sturla segir að með þessum aðgerðum sé flutningaleiðin að borginni gerð óhagkvæm sem skerði lífskjör þeirra sem búa utan borgarmarkanna:

Hagkvæmustu leiðir að borginni verða ekki byggðar. Hvað gengur borgaryfirvöldum til með Dag B Eggertsson í broddi fylkingar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“