fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Mikael: Dagur er búinn að siga hrægammasjóðum á okkar fátækasta fólk, íslenskt alþýðufólk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú átt að vera að leigja núna í Fellunum eða Bökkunum af fégráðugum sjóðum, af því að það er búið að leggja niður verkó. Verkamannabústaðir eru ekki til lengur,“ þetta segir Mikael Torfason fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og í viðtali á Rás 1 á RÚV. Þar gagnrýnir hann stjórnmálamenn harðlega. Þættir hans Fátækt fólk á sömu stöð hafa vakið athygli.

Mikael segir tvo hópa vera fasta í fátækragildru, öryrkja og svo sé annar stór hópur sem er að festast þar líka:

„ … það er þetta unga fólk sem er búið að mennta sig með mastersgráður í kennslufræði og er að kenna í grunnskólum Reykjavíkur og er með þannig launastrúktúr að það hefur hreinlega ekki efni á því að vera til,“ segir Mikael og bætir við að nú þyki 560 þúsund ógurlega góð laun.

„Þau voru það kannski 1990. Árið 2017 er 380 þúsund krónur útborgað hlægileg laun, hvað þá ef þú átt tvö börn og ert kannski að borga 230 þúsund kall í leigu hjá Gamma. Þá er þetta bara brandari.“

Mikael fór í stuttan göngutúr um Breiðholt ásamt umsjónarmanni þáttarins. Við Strandasel nam Mikael staðar, en þar bjuggu foreldrar hans í verkamannaíbúð.

„Mamma var heimavinnandi og pabbi fátækur námsmaður. Þetta var fátækt fólk. Staurblönk. Það er bara búið að leggja þetta niður. Núna getur ungt fólk ekki komið sér í öruggt gott húsnæði. Við erum búin að skilja ofboðslega marga eftir. “

Þá segir Mikael á öðrum stað:

„Stjórnmálamennirnir okkar, hvort sem það er Dagur B eða hvaða stjórnmálamaður sem er, eru búnir að siga Gamma og hrægammasjóðum á okkar fátækasta fólk, íslenskt alþýðufólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“