fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Heyr mína bæn – „Ekki okkur eldra fólkinu bjóðandi“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn höfundar greinarinnar gleymast eldri borgarar í umræðunni um dýrt húsnæði. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. Mynd/Getty

Eftir eldri borgara á Akureyri:

Eiga eldri borgarar sem vilja komast í húsnæði fyrir svipaðan aldurshóp engan möguleika nema þeir eigi sand af seðlum? Ekki höfum við lánshæfi svo það gefur auga leið að við þurfum að eiga eign á móti, og það bara nokkuð verðmæta. Við, sem hvorki eigum digra sjóði né verðmætar eignir, eigum því enga möguleika á að komast yfir slíka íbúð, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri.

Okurverð

Eins og staðan er í dag er það eingöngu eignafólk sem getur keypt sér slíkar íbúðir. Mér er spurn; hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna eru þessar íbúðir á yfirverði, eða réttara sagt á okurverði? Ef slík íbúð kemur á sölu er óskað eftir tilboði og sá sem býður hæst hreppir hnossið og eru slík tilboð himinhá. Minnir þetta ekki á kreppuna miklu 2008?

Slegist um hituna

Frá Akureyri.

Við hjónin erum búin að leita eftir íbúð í fjölbýli fyrir 55–60+ þar sem við erum löngu komin á aldur. Við erum samt alls ekki á leið á dvalarheimili í nánustu framtíð. Fyrir okkar eðlilega fjárhag virðist næsta vonlaust að fá inni í slíkri íbúð. Bæði er slegist um hituna ef eitthvað losnar og svo er það verðið; það er bara ekki fyrir venjulegt fólk heldur langt umfram það sem telst eðlilegt. Maður getur í raun talist mjög vel staddur ef maður er eigandi að íbúð í slíku húsi. Á þessum aldri vill maður vera innan um fólk á svipuðum aldri og með svipaða sýn á lífið. Blönduð búseta hentar ekki öllum.

Setja sig á bæinn

Við heyrum endalaust um unga fólkið okkar og íbúðarmál þess en ekki heyrist minnst á þetta mál sem er í raun stórmál sem á enn eftir að versna. Kannski er eina ráðið að segja sig á bæinn, eins og það var kallað í gamla daga. Ég hef rætt við nokkra eldri borgara á svipuðu reki sem vilja, eins og við, vera sjálfstæðir fram í rauðan dauðann. Þeir telja þessa þróun ömurlega og ekki okkur eldra fólkinu bjóðandi.

Lyfta og bílakjallari

Auglýsing í dag gæti hljóðað svona:

Íbúð til sölu í húsi fyrir 60+ aðeins fyrir hæstbjóðanda.

Ég hef rætt við nokkra byggingarverktaka en enginn hefur áhuga á að byggja fjölbýlishús fyrir þennan aldurshóp á sanngjörnu verði. Það er miklu betra að selja eitt stykki blokk til eins aðila eða félagsskapar á einu bretti og svo má líka leigja út á okurverði, eins og mér sýnist að framtíðin ætli að verða.

Með þessum orðum mínum skora ég á lífeyrissjóðina að leggja fé í hús af þessu tagi og góðan byggingaraðila að byggja eitt stykki eldri borgara blokk með eðlilegum meðalíbúðum án íburðar, en með lyftu og jafnvel bílakjallara, á viðráðanlegu verði svo við – þessi sem erum í íbúðarleit í dag þurfum ekki að segja okkur á bæinn.

Birtist fyrst í Akureyri Vikublaði, smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“