fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Afnám hafta kynnt í dag

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hafa boðað til blaðamannafundar kl.14 í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, verður almenningi kynnt tillögur sem miða að fullu afnámi fjármagnshafta. Kjarninn greindi fyrst frá þessu. Slakað hefur verið á fjármagnshöftum í nokkrum skrefum á síðastliðnu ári, hafa líf­eyr­is­sjóðir fengið auknar heimildir til að fjárfesta utan hafta sem og almenningur. Hefur Seðlabankinn áfram haft stíft eft­ir­lits­hlut­verk og ýmis tól sem hann hefur getað notað til að grípa inn í.

Fjármagnshöftin voru innleidd að nýju í nóvember 2008 til að bregðast við gengishruni krónunnar og koma í veg fyrir að fjármagn flæddi úr landinu. Unnið hefur verið að því á undanförnum árum að minnka eignir erlendra aðila í íslenskum krónum, þar á meðal með samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna um að greiða innlendar eignir til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlaga. Greint var svo frá því í byrjun mánaðarins að fulltrúar stjórnvalda hefðu fundað með fulltrúum vogunarsjóða í New York, miðuðu fundarhöldin að því að kanna grundvöll samkomulags sem myndi gera vogunarsjóðunum kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri á hagstæðu gengi.

Viðsnúningur hefur verið á íslensku efnahagslífi frá hruni, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps um losun hafta sagði í nýlegri grein að hægt sé að losa höftin tafarlaust:

Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“