fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Sauð upp úr í sjónvarpssal: Sagði homma sem á litað ættleitt barn og er giftur útlendingi ekki vera í jaðarhópi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sindrason ræðir við Töru Margréti í sjónvarpssal. Skjáskot af Vísi.is

Það má segja að nánast hafi soðið upp úr í sjónvarpssal þegar Sindri Sindrason og Tara Margrét Vilhjálmsdóttur ræddu um fitufordóma í samfélaginu. Viðtalið fór vel af stað en endaði á einkennilegum nótum. Tilefnið að Sara settist í sjónvarpssal var að fyrir helgi stóðu Samtökin ´78, Trans Ísland og feminíska fötlunarhreyfingin Tabú fyrir ráðstefnu og grasrótarhátíð um undir yfirskriftinni Truflandi tilvist. Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig þátt í hátíðinni.

Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar sagði að tími væri kominn á að aktivistar í jaðarhópum tækju höndum saman.

Það hefur ekki verið gert mikið af því á Íslandi að feitt fólk sé að tala við transfólk sem er að tala við BDSM fólk sem er að tala við fatlað fólk sem er að tala við hinsegin fólk. Það er einhver fiðringur í loftinu – fólk er spennt fyrir þessu,

sagði Auður Magndís Auðurdóttir

Tara, sem er félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði á Facebook síðu sinni:

„Það var einfaldlega byltingarkennt að vinna með öllum þessum ólíku hópum, sem eiga það þó sameiginlegt að trufla tilvist normatívs samfélags. Ég lærði svo mikið um eigin forréttindi og veika stöðu mína í samfélaginu, ég lærði auðmýkt, ég valdefldist og ég fylltist eldmóði.“

Tara, sem hefur talað mikið gegn fitufordómum að undanförnu,  mætti svo í sjónvarpssal til að ræða um hátíðina við Sindra Sindrason á Stöð 2.

„Þú ert í skýjunum eftir þessa hátíð. En margir sem eru að horfa hugsa, hvað eiga þessir hópar sameiginlegt? Af hverju að halda þetta saman?“ spurði Sindri.

„Þetta eru hópar sem eru ólíkir innbyrðis,“ svaraði Tara og hélt áfram.

Ég veit ekki hvernig er að vera trans eða annað, ég veit hvernig er að vera feit. Það sem við eigum sameiginlegt er að við höfum truflandi áhrif á samfélagið. Og viðbrögð samfélagsins eru mjög keimlík. Ef þú skoðar kommentakerfi þar sem sett er út á trans-einstaklinga, þú getur skipt út orðinu trans fyrir feitur þá ertu kominn með þetta.

Sindri spurði þá hvort staðan nú væri ekki orðin þannig að annað hvert barn væri með greiningu og því gætu nánast allir sett sig í jaðarhóp. Tara svaraði að líklega væri allir á einhverju rófi en það væri sjáanlegt hjá þeim sem ættu við offitu að stríða.

„Svo velti ég öðru fyrir mér, er ekki fordómar oftast „with in“ koma innan frá svo ég noti nú góða íslensku. Er fordómar ekki meira inni í okkur sjálfum?“ spurði Sindri.

„Þetta er í raun talað út úr munni einhvers sem er í forréttindastöðu,“ svaraði Tara. „Þú þarft í raun að hafa upplifað það að vera í jaðarhópi og upplifa fordómana í raun og veru til að kannski skilja þetta.“

Sindri greip þá fram í og sagði: „Ertu að meina að ég sé í …“

„Já.“

„Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum?“ spurði Sindri og bætti við:

Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.

Tara svaraði á móti:

„Nei, sko, það er miklu meira samfélagslegt samþykki fyrir fordómum gegn feitu fólki. Það er misjafnt hvað mannréttinda baráttan hefur náð langt“.

Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli og skiptast skoðanir um það. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en spjall Töru og Sindra byrjar á mínútu 05:35

[klippa id=“ http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC6F964017-ECB3-4EE8-8F9E-59D985B0E73E“]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“