fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Davíð: Full ástæða til að horfa til landsdóms vegna Icesave

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri og fv. forsætisráðherra.

Það var full ástæða til að horfa til landsdóms vegna „Icesavemála“. Þetta segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra. Gerir hann ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um landsdóm að umfjöllunarefni, en Guðni sagði í gær að landsdómur eigi ekkert erindi í stjórnarskrána og það hafi sýnt sig að niðurstaða landsdóms hafi frekar sundrað en sameinað þjóðina og það á versta tíma og vísaði þar til málsins gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem var sakfelldur fyrir að hafa ekki haldið fleiri ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársins árið 2008:

Ég sagði það áður en ég tók við emb­ætti for­seta Íslands og segi það enn að í end­ur­reisn­ar­starf­inu eftir hrun var feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um lands­dóm,

Geir H. Haarde fyrir landsdómi árið 2012. Mynd/DV

sagði Guðni. Davíð tekur undir með Guðna og segir notkunina á landsdómi hafa verið feigðarflan eins og staðið var að. Það sé hins vegar ekki vegna þess að ákvæðin um landsdóm séu forn enda mörg ákvæði lagasafnsins enn virk þótt þau séu mun eldri en ákvæði um landsdóm:

„Feigðarflanið fólst í því að pólitískir ofstækismenn fóru offari gagnvart stjórnmálalegum andstæðingum – Ákvarðanir þingsins um hverja skyldi ákæra voru forkastanlegar og svo ómerkilegar að undrum sætti,“

segir Davíð. Fjölmörg ríki hafi aðra ábyrgðarleið gagnvart helstu valdamönnum en hina almennu meðferð fyrir dómstólum, hefur henni verið beitt beitt í Bandaríkjunum gagnvart allnokkrum forsetum og eru ákvæðin sem brúkuð eru meira en 200 ára gömul. Davíð segir svo að lokum:

Full ástæða hefði verið að horfa til landsdóms vegna „Icesavemála“, þar sem stjórnsýslan var í molum, svo ekki sé talað um afhendingu tveggja banka til kröfuhafa með litlum eða mjög vafasömum heimildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“