fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Benedikt: Siðlaust af síðasta þingi að skapa rangar væntingar

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

„Þetta er spurning um hvernig fréttirnar eru matreiddar. Það sem gerðist var síðasta þingi til lítils sóma, menn byrja á að samþykkja ákveðna fjárhæð til samgöngumála þegar menn samþykkja fjármálaáætlun í ágúst. Fimm vikum seinna, þegar nokkrar vikur eru í kosningar, þá ákveða þingmenn samhljóða að eyða 14 milljörðum meira í samgönguáætlun með peningum sem þeir vissu að væru ekki til þess ætlaðir. Svo snúa menn sér við og segja heyrðu, hvers vegna er ekki gert allt sem ég sagði að ætti að gera í samgönguáætlun. Í raun og veru var skandallinn sá að menn skyldu samþykkja samgönguáætlun án þess að samþykkja á sama tíma að tryggja fjármögnun. Það er uppruni vandans.“

Þetta sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Mikil reiði blossaði upp, sérstaklega á landsbyggðinni, eftir að greint var frá því í síðustu viku að samgönguáætlun yrði skorin niður um 10 milljarða króna. Sagði Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra að Jón Gunnarsson samgönguráðherra væri að „svíkja landsbyggðina“. Líkt og fram hefur komið verða meðal annars afnumdar framkvæmdir við Teigsskóg, Vestfjarðaveg, Uxahryggjaveg, Kjósarskarðsveg og veginn við Dettifoss.  Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG spurði svo hvernig stæði á viðsnúningi þingmanna sem samþykktu samgönguáætlunina og fjárlögin.

Óþægilegt hvernig málið hefur þróast

Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins.

Benedikt segir þingið hafa gert mistök:

„Svo kemur þetta stjórnlausa þing, þegar það var ekki starfandi ríkisstjórn með meirihluta, og þá ákveða menn að bæta í og setja á milli fjögurra og fimm milljarða króna og þar verða aftur mistök, ég verð að játa það að ég fullyrti það við fólk að það yrði örugglega farið í framkvæmdir vegna þess að það var það sem nefndin hafði ætlað sér að gera. Svo kemur í ljós að þegar var búið að setja inn fjóra til fimm milljarða, að það eru tilgreindar framkvæmdir upp á sex milljarða og eru svo alveg hissa á að það sé ekki farið í allar þessar framkvæmdir.“

segir Benedikt. Það hafi síðan komið í ljós að þegar var búið að fjármagna framkvæmdir upp á fjóra til fimm milljarða, að það hafi verið tilgreindar framkvæmdir upp á sex milljarða, því ætti það ekki að koma á óvart að ekki verið farið í allar þessar framkvæmdir.  Segir hann óþægilegt hvernig málið hefur þróast:

Svo kemur samgönguráðherrann og það er bara rétt að segja að lögum samkvæmt þá er það hann sem að á að raða þessu niður en það er afar óþægilegt hvernig þetta hefur gerst. Að Alþingismenn halda það að þeir séu að samþykkja eitthvað ákveðið og svo gerist það ekki þannig. Burtséð frá því hvað er rétt lagalega þá er þetta algjörlega rangt, það er byrjað á því að skapa rangar væntingar sem því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun, það má segja að það sé nánast siðlaust finnst mér af síðasta Alþingi,

segir Benedikt og bætir við:

Ég get tekið undir það að það eru framkvæmdir sem er brýnt að gera, en við verðum hins vegar að eiga fyrir þessu öllu saman. Ég held að það sé það sem fólk sé reiðast yfir, að það séu skapaðar þessar fölsku væntingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“