fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Kolbeinn: „Hvernig skýra þeir viðsnúninginn á 71 degi?“ – Rokkstjarna kallar ráðherra „dusilmenni“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 5. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.

Jón Gunnarsson samgöguráðherra segir að ekki verði ráðist í nýframkvæmdir á vegi um Skógarströnd, Dynjandisheiði og á flughlaðinu á Akureyri á þessu ári. Búið er að boða tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun sem var samþykkt skömmu fyrir kosningar síðasta haust. Hefur það verið harðlega gagnrýnt af þingmönnum, þar á meðal Gunnari Braga Sveinssyni þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, en ráðherra segir lítið svigrúm til nýframkvæmda. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tekur undir með Gunnari Braga og segir ráðherra oft á tíðum láta eins og málið sé honum óviðkomandi:

Alþingi hafi jú samþykkt fjárlög sem ekki gerðu ráð fyrir nægum fjármunum í samræmi við samgönguáætlun. Allt satt og rétt, en hvað segja þeir 11 þingmenn sem 12. október samþykktu samgönguáætlun, með umtalsverðum útgjöldum, og samþykktu síðan fjárlögin 22. desember þar sem þau útgjöld voru skorin niður? Hvernig skýra þeir viðsnúninginn á 71 degi?

spyr Kolbeinn á Fésbókarsíðu sinni:

Kannski með því að annað var loforð fyrir kosningar, sem ekki þurfti að standa við?

Birtir hann þá mynd sem sýnir nafnalista þeirra sem samþykktu fjárlögin og hefur Kolbeinn merkt þá 11 þingmenn, þar á meðal Jón Gunnarsson samgönguráðherra, sem líka samþykktu samgönguáætlun 71 degi fyrr.

Rokkstjarna kallar ráðherra „dusilmenni“

Magni Ásgeirsson tónlistarmaður tekur undir með Kolbeini, gagnrýnir hann ráðherra harðlega og kallar hann „dusilmenni“:

Þú getur skilað til lágstvirksts Samgönguráðherra að hann sé dusilmenni fyrir þessi helvítis pennastrik sín. Fyrir fjármagn sem dugar varla til að sandmoka Landeyjahöfn í viku væri hægt að laga veginn um Berufjörð og klára að leggja veg á Borgarfjörð! En það sprungu ekki nema nokkrir tugir dekkja á þeim vegi síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“