fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Nýr Kaldbakur lagðist að bryggju í dag — MYNDIR

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 4. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Sigurgeirsson skrifar frá Akureyri:

Akureyringar fjölmenntu á togarabryggjuna um hádegisbil, þegar nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa lagist þar að bryggju.  Kaldbakur EA1 er ísfisktogari, sá þriðji með sama nafni og á fyrstu myndinni ber skipið við fjallið Kaldbak. Fyrsti Kaldbakur var síðutogari og kom til Akureyrar 17. maí 1947. Hann er löngu kominn í brotajárn. Gamli Kaldbakur, sem nú heitir Sólbakur og kom til Akureyrar 1974, sigldi á móts við arftaka sinn.

Útgerðarfélag Akureyringa er dótturfélag Samherja og að sjálfsögðu tók Þorsteinn Már á móti landfestum skipsins. Skipið er hið fyrsta af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð eru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni og fara tvö til Ak­ur­eyr­ar, eitt á Dal­vík og eitt til Sauðár­króks. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri, Sam­herja, seg­ir að skip­in séu tækni­lega full­kom­in og áhersla hafi verið lögð á hag­kvæmni í ork­u­nýt­ingu.

Á næstu vik­um verður búnaður sett­ur upp á vinnslu­dekki Kald­baks og verður það verk unnið í um­sjón Slipps­ins á Ak­ur­eyri. Reiknað er með að Kald­bak­ur fari til veiða í kring­um sjó­mannadag í byrj­un júní. Skip­stjór­ar verða Sig­trygg­ur Gísla­son og Ang­an­týr Arn­ar Árna­son, yf­ir­vél­stjóri er Hreinn Skúli Er­harts­son. Alls verða 13-15 manns í áhöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“