fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Ólafur æfur í garð ráðherra: „Drasl“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafrettur harðlega. Segir hann ráðherra hafa átt að henda frumvarpinu beint í ruslið, engin greinargerð fylgi með frumvarpinu, sem sé illa unnið.

Hann hefði átt að henda því beint í ruslatunnuna en ekki einu sinni að senda þetta drasl til umsagnar,

sagði Ólafur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Var honum heitt í hamsi og sagði hugsunarháttinn í kringum þetta frumvarp virðast hafa snúist um það hafi verið ákveðið að rafrettur séu slæmar og engin þörf hafi verið á að ræða það neitt frekar:

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.

„Ég í raun skil ekkert í nýjum heilbrigðisráðherra að slengja þessu fram. Þetta er augljóslega eitthvert embættismannafrumvarp, eitthvað svona hvernig embættismönnum í ráðuneytinu finnst að lífið eigi að vera og nýja ráðherranum er bara rétt það.“

Ólafur segir vissulega skiptar skoðanir um skaðsemi rafrettna, bent hafi verið á að rafrettur gætu verið farvegur fyrir fikt ungmenna sem í framhaldinu færu að reykja tóbak en þetta sé lítið metið í frumvarpinu. Gengið sé út frá því að það eigi að gilda sömu reglur um rafrettur og sígarettur:

Út frá því er bara hægt að álykta að ráðuneytið hugsi sem svo; rafrettur eru bara alveg eins og sígarettur. Maður þarf ekki að hafa kynnt sér málið nema í fimm mínútur til að vita að svo er alls ekki. Þess vegna er þetta galið frumvarp, það er ekki hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“