fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Helgi vill byggja íbúðir fyrir starfsmenn Góu: „Það koma aftur kosningar. Ég á leik þá.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er oftast kallaður hefur miklar áhyggjur af húsnæðisvanda ungs fólks. Þá vildi hann fá að byggja 20 litlar íbúðir fyrir starfsmenn sína. Það fékk hann ekki.

„Ég fór að heiman 15 ára, nú fer fólk ekki að heiman fyrr en 30–35 ára,“ segir Helgi í samtali við DV.

„Það er rosalegt að fólk sem vinnur hjá manni þurfi að vera í skollaleik til að komast í gegnum greiðslumat. Það er sagt við það:

„Geturðu ekki átt tvær milljónir á bankabók í tvo sólarhringa?“

Helgi á lóð í Hafnarfirði. Hann langaði að byggja 20 litlar íbúðir, um 50 fermetra að stærð fyrir ungt fólk sem er í vinnu hjá honum.

„Ég hugsaði þetta þannig að unga fólkið fengi 100 prósent lán. Auðvitað þarf að borga af því en þegar maður er ungur hefur maður mikla orku, spýtir í lófana og getur tekið á sig aukavinnu. Ef það er útskýrt fyrir ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð að það þurfi að vinna nokkra tíma í næturvinnu til að borga lán þá er þetta ekkert mál. En þessir ágætu menn sem stjórna þessu vildu það ekki. Þeir sem áttu hús þarna fyrir fengu að breyta iðnaðar- og verslunarhúsnæði í hótelíbúðir.

„Geturðu ekki látið þetta heita hótelíbúðir?“ var sagt við mig. En ég vildi ekki taka þátt í einhverjum skrípaleik. Ég fæ ekki að byggja þessar íbúðir eins og er en það koma aftur kosningar í bæjarfélaginu. Ég á leik þá.“

Helgi bætir við:

„Mér finnst forkastanlegt að þegar ungt fólk kemur í bankann í dag þá er það ekki spurt hvað sé að. Ef spurt væri að því myndi bankinn komast að því að það er í rauninni ekkert að, viðkomandi þarf bara tveggja milljóna króna lán í tvö til fimm ár. Bankar eiga að vera í þannig bisness í stað þess að snúa öllu á hvolf og taka af fólki í staðinn fyrir að leysa málin.“

Helgi gagnrýnir bankanna og segir þá ekki koma ungu fólki til aðstoðar.

„Þess vegna segi ég enn og aftur, það eru lífeyrissjóðirnir með alla þessa peninga sem eiga að hjálpa því. Ég vil að lífeyrissjóðirnir láni ungu fólki skyndilán. Ef ég ræki lífeyrissjóð myndi ég segja við fólk: „Ef þið borgið til mín þá skal ég hugsa um ykkur.“ En þeir sem reka lífeyrissjóðina þegja allir.“

Hér má lesa viðtal við Helga í Góu í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“