fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn mega sýna jafn mikinn ákafa í að láta gömlu fólki líða vel og í að koma áfengi í búðir

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 25. febrúar 2017 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Vilhjálmsson í Góu. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Það er engin smáupphæð sem er tekin af okkur í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana, þeir eiga svo mikið af þeim. En ef eldri borgarar vilja að fá eitthvað af sínum eigin peningum til baka þá blæðir þeim hjá lífeyrissjóðunum alveg óskaplega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í húsnæði sem hentar öldruðum.“

Þetta segir Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er oftast kallaður. Helgi er í forsíðuviðtali helgarblaðs DV þar sem hann ræðir meðal annars um stöðu lífeyrissjóðanna og málefni eldri borgara. Hann segist varla hitta mann án þess að málefni eldri borgara beri á góma, hann sé hvattur til að þess að halda áfram, en Helgi svarar að þá þurfi fólk að standa sér að baki:

Við ellilífeyrisþegar eigum eitt sterkt vopn, þótt við notuðum það ekki í síðustu kosningum. Þetta vopn er kosningarétturinn. Við getum merkt við þann sem ætlar að gera eitthvað,

segir Helgi. Hann gagnrýnir ákafa ungra Sjálfstæðismanna að koma áfengi í matvöruverslanir á meðan þeir séu ekki ákafir í að gömlu fólki líði vel í ellinni. Aðspurður um hvað hann vilji helst að verði gert í málefnum eldri borgara ítrekar Helgi að lífeyrissjóðirnir eigi að byggja yfir aldraða:

Við eldri borgarar eigum ekki að þurfa að bíða í tvö til fjögur ár eftir að komast úr íbúðinni okkar í hentugt húsnæði fyrir aldraða. Það gleymist alveg að tala um það að ef við förum úr okkar íbúð þá losnar um leið íbúð fyrir fjölskyldufólk. Ég lét einu sinni teikna snyrtilega 27 fermetra einstaklingsíbúð með baðherbergi. Þegar ég gerði þetta sögðu einhverjir menn að þetta væri allt of lítið rými, þetta yrðu að vera allavega 40 fermetrar. Það getur alveg verið rétt en ég var að reyna að brúa ákveðið bil því stundum eru tveir einstaklingar í 12 fermetrum þar sem er hvorki klósett né snyrtiaðstaða. Eldri borgarar eiga rétt á því að hafa að minnsta kosti aðgang að því sem er nauðsynlegt, eins og klósetti og vaski, þó maður sé ekki að biðja um mikið meira. Af því að ég er orðinn eldri borgari sjálfur þá veit ég hvers virði það er að hafa aðgang að þessum hlutum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin