fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Gústaf Níelsson vill að Bjarni Benediktsson setji formanni Varðar stólinn fyrir dyrnar vegna málaferla múslima

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. febrúar 2017 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústaf Níelsson. Mynd/DV

Gústaf Níelsson sagnfræðingur er ekki alls kostar sáttur við að Stofnun múslima á Íslandi og tveir stjórnarmenn hennar hér á landi, þeir Karim Askari og Hussein Aldaoudi, hafi nú höfðað mál gegn 365 miðlum og RUV. Tilefnið mun vera fréttir frá síðasta sumri. Þessi fjölmiðlafyrirtæki eru sökuð um að hafa í þeim tengt Stofnun múslima við Osama Krayem. Hann er 23 ára sænskur ríkisborgari sem grunaður er um að hafa átt þátt í mannskæðum hryðjuverkárásum íslamista í París og Brussel.

Krayen mun á sínum tíma hafa starfað fyrir samtökin Al Risalah en þau eru móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi.

Salmani Tamimi formanni Félags múslima mun einnig hafa verið stefnt fyrir sömu sakir og 365 og RUV.

Gústaf Níelsson skrifar um þetta mál á Facebook-síðu sinni:

Skjáskot af Facebook-síðu Gústafs Níelssonar. Fréttin sem hann vitnar í er af mbl.is.

Þeir láta ekki að sér hæða á Íslandi frekar en annarsstaðar, málsvarar Múhammeðs spámanns. Nú skal lagt til atlögu, með fullar hendur fjár, við íslenska fjölmiðla, sem ekki dansa eftir réttri línu. Þetta er háttur þeirra um alla Evrópu. Hvað sem þessu máli líður mætti lögmaður þeirra Gísli Kr. Björnsson átta sig á því að þetta mál snýst ekki um lögfræði, heldur pólitík og meginþorri Íslendinga lítur á háttarlagið sem ígildi árásar á íslenska menningu og þjóðlíf.

Gísli Kr. Björnsson hérðaðsdómslögmaður var í janúar sl. kosinn formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í athugasemdum við færslu sína kemur Gústaf Níelsson inn á þetta:

Hjá þessu liði er val á lögmanni úthugsað. Það er til marks um pólitískan dómgreindarskort hjá Gísla að taka málsvörnina að sér, en „peningarnir tala“, gömul saga og ný.

Gísli lögmaður tekur til andmæla og svarar Gústafi:

 Gústaf Níelsson, þótt þér þyki það ótrúlegt þá eiga allir mannréttindi, þótt þér kunni að vera illa við það… Góðar stundir

Áfram er Gústaf ekki par sáttur og þungt í honum hljóðið. Hann telur að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra eigi að grípa inn:

Þetta hefur bara ekkert með mannréttindi að gera. Væri ég formaður Sjálfstæðisflokksins myndi ég gera þér þann kost að segja þig frá þessu máli eða segja þig frá formennsku í Verði. Hvorugur ykkar virðist hafa dómgreind til að taka þá ákvörðun sýnist mér.

Lögmaðurinn spyr þá Gústaf hvort hann sé ekki búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum?

Gústaf Níelsson var í ársbyrjun 2015 skipaður sem varafulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.  Framsókn og flugvallarvinir sættu mjög harðri gagnrýni fyrir þessa ráðagjörð þar sem Gústaf var þekktur fyrir hvöss ummæli í garð múslima og yfirlýstur andstæðingur þess að moska risi í Reykjavík. Fór svo að skipan Gústafs var afturkölluð af flokknum.

Fyrir Alþingiskosingar síðasta haust leiddi Gústaf lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann sagði sig frá því nokkrum vikum fyrir kjördag eftir hatrammar deilur við Helga Helgason formann flokksins. Íslenska þjóðfylkingin bauð á endanum aðeins fram í tveimur kördæmum og fékk 0,2% atkvæða á landsvísu í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?