fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Heimilt verði að flagga íslenska fánanum allan sólarhringinn að sumri

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður.

Fjórar þingkonur Framsóknarflokksins, þær Silja Dögg Gunnarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Þórunn Egilsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytt fánalög, þar sem reglur um notkun íslenska fánans eru töluvert rýmkaðar.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjöunda grein fánalaganna orðist svo:

„Fána skal ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og skal hann ekki vera uppi lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.

Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. mgr. má fáni vera uppi allan sólarhringinn frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert eða á öðrum tímum ef hann er flóðlýstur. Nú er fáni flóðlýstur og skal þá gætt að áhrifum lýsingarinnar á nánasta umhverfi.“

Í núgildandi lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, skal með reglugerð kveða á um fánadaga og hve lengi dags halda megi fánanum við hún. Í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma, nr. 5/1991, segir að fána skuli ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skuli hann ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn megi fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 7. gr. laganna til að rýmka þann tíma sem fáninn má vera við hún og auka þannig almenna notkun hans. Lagt er til að efnisákvæði um fánatíma færist í lögin og reglugerð ráðherra lúti því einungis að fánadögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu