fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

„Við erum búin að gera fjandans helling en hverjir komast í fréttatíma RÚV á hverju kvöldi? …ekki Píratar“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata.

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir sig hafa átt frumkvæði að fundi utanríkismálanefndar um stöðu mála í Bandaríkjunum, ekki þingmenn Vinstri grænna líkt og fréttatilkynning þeirra gefur til kynna. Kvennablaðið greindi fyrst frá þessu. Bæði þingmenn og ráðherrar hafa stigið fram undanfarna daga og brugðist illa við aðgerðum Donald Trump Bandaríkjaforseta, en tilskipun hans kveður á um að ríkisborgarar Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens geti ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, óháð dvalar- og landvistarleyfi. Hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagt flóttamannatilskipun Trump einungis gera illt verra og hefur Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagt tilskipun Trump fela í sér mannvonsku og mismunun.

Í gær sendu þær Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmenn Vinstri grænna og fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þær óski eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða tilskipun Trump við utanríkisráðherra.

Ásta Guðrún segir hins vegar á Pírataspjallinu að það hafi nú upphaflega verið hún sem hafi minnst á það við utanríkismálanefnd um að funda með Guðlaugi Þór um ástandið í Bandaríkjunum:

Það var nú upphaflega ég sem minntist á að við í utanríkismálanefnd þyrftum að ræða við utanríkisráðherra um ástandið í Bandaríkjunum,

segir Ásta Guðrún. Henni hafi þó ekki dottið í hug að senda út fréttatilkynningu þar sem þetta væru grundvallar-, eða „basic“, þingstörf og ef hún gerði það þá myndi hún gera fátt annað, en hún muni hins vegar biðja um sérstakar umræður í þinginu vegna málsins:

Minntist sérstaklega á Trump og stöðuna þar þegar það kemur að minnihlutahópum og kvenréttindum. En þúst, ég bara sendi ekki út fréttatilkynningu, fannst það vera soldið over the top. En þúst, whatever floats their boat.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pirata.

Píratar komast ekki í fréttatíma RÚV á hverju kvöldi

Í tengslum við þessa umræðu spratt svo upp umræða um hvort Píratar, sem er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, njóti sannmælis fjölmiðla. Ásta Guðrún segir Pírata hafa verið „djöfulli hörð“ í stjórnarandstöðu til þessa og þó einhver hafi verið á undan þeim að senda út fréttatilkynningu þá þýði það ekki að flokkurinn fljóti með straumum, þingstörfin séu nýhafin og það komi að því að Píratar fái að njóta sín. Björn Leví Gunnarsson þingmaður segir flokkinn hafa „pönkast“ lang mest í stefnuræðum flokkanna, andmælt vinnubrögðum í kringum útgáfu skýrslunnar um aflandseignir og hafa beðið um umræðu um Trump:

Við erum búin að gera fjandans helling en hverjir komast í fréttatíma RÚV á hverju kvöldi? …ekki Píratar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar