fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Sema Erla æf yfir frávísun á ákæru á hendur Pétri: „Hatursorðræða á ekkert skylt við tjáningarfrelsi“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Samsett mynd/DV

Ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni dagskrárgerðarmanni á Útvarpi Sögu var í dag vísað frá dómi, en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur kært frávísun ákærunnar til Hæstaréttar. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur taldi ummælin í ákærunni almenns eðlis og óljóst væri hver þeirra þættu saknæm, því hafi það verið erfitt fyrir Pétur að verjast ákærunni. Pétur var ákærður vegna ummæla sem voru látin falla í þættinum Línan er laus þar sem hlustendur hringja inn og láta skoðanir sínar í ljós, ummælin sem ákært var fyrir féllu í tengslum við ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að gefa Samtökunum 78‘ leyfi til að þróa námsefni tengt hinsegin málefnum fyrir grunnskólabörn. Ýmsar ómálefnalegar spurningar og ummæli voru látin falla í þættinum, var hinsegin fræðslunni meðal annars líkt við klám og sögð vera „ógeðsleg“. Pétur segir ákæruna pólitíska og að hann hafi orðið fyrir miklum skaða vegna málsins:

Það er mjög slæmt þegar réttarkerfið á Íslandi er komið í hendur á pólitísku fólki sem misnotar kerfið eingöngu til að ná höggi á einstaklinga sem hafa skoðanir sem þeir sætta sig ekki við,

Sema Erla Serdar.

sagði Pétur í samtali við RÚV. Sema Erla Serdar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi segir það hins vegar með ólíkindum að léleg vinnubrögð yfirvalda valdi því að ákæran á hendur Pétri sé felld niður:

„Að ekki hafi verið unnið betur að ákærunni er til háborinnar skammar og mun án efa setja sitt mark á baráttuna gegn þessu stórhættulega samfélagsmeini. Takk fyrir ekkert. Þeir sem fagna því að málið hafi verið látið falla niður gera það á kolröngum forsendum. Hatursorðræða á ekkert skylt við tjáningarfrelsi. Hatursorðræða er andlegt ofbeldi,“

segir Sema Erla á Fésbókarsíðu sinni, en hún hefur barist lengi gegn hatursorðræðu og var af þeim sökum valin Kópavogsbúi ársins í fyrra. Segir hún hatursorðræðu notaða til að niðurlægja einstaklinga og hafi áhrif á og grafi undan rétti annarra til jafnréttis:

Það er staðreynd að hatursorðræða fer vaxandi hér á landi. Útvarp saga verður seint saklaus af því að ýta undir slíka þróun. Það er óþarfi að fjölyrða um það. Það sem skiptir máli er að þetta er þróun sem mikilvægt er að sporna gegna og það er mikilvægt að þeir sem búa við daglegt áreiti og ofsóknir vegna uppruna, trúar, menningar, kynþáttar, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf og lífsstíl fólks, geti leitað réttar síns. Það á enginn að þurfa að búa við slíkt og það á enginn rétt á að láta aðra búa við slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar