fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Vill nota harðan stálhnefa gegn ákveðnum hælisleitendum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 29. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason. Mynd/DV.

Óli Björn Kárason nýkjörinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill beita fullri hörku gegn hælisleitendum sem koma til Íslands og „misnota velferðarkerfið okkar.“

Þetta kom fram í klukkutíma viðtali sem Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu átti við Óla Björn í síðdegisútvarpi stöðvarinnar sl. fimmtudag 26. janúar.

Óli Björn Kárason sagði:

Þegar kemur að útlendingamálum þá held ég að við höfum villst töluvert mikið af leið. Ég vil orða þetta þannig: Við eigum að opna faðminn mjúkan, gagnvart því fólki sem þarf tímabundið eða jafnvel til langframa að leita sér raunverulegs skjóls.

Þingmaðurinn bætti síðan við:

En við eigum að mæta öllum þeim með hörðum stálhnefa sem ætla að koma hingað til Íslands sem, í rauninni ja eigum við að segja, misnota velferðarkerfið okkar. Og það er alveg rétt, og ég held ég muni það rétt, að þegar við vorum að ræða þetta einhvern tímann að þá hafir þú [Pétur Gunnlaugsson] orðað það þannig að það sé í lagi að opna landamærin og hafa þau bara galopin, ef þú leggur niður velferðakerfið.

Pétur Gunnlaugsson greip þá inn og sagði:

Ja, það segja frjálshyggjumennirnir. Það er spurning, ef við opnum landamærin algerlega, þá mun smám saman velferðakerfið leggjast af. Það er alveg ljóst. Algerlega ljóst. Þeir Íslendingar sem halda því gangandi margir, þeir munu bara neita að styðja þetta lengur. Það er alveg ljóst.

Óli Björn svaraði þessu svo:

Það segir sig sjálft að það mun auðvitað molna ef að þunginn verður alltaf meiri og meiri og meiri. Þá verða möguleikar okkar til að standa hér undir heilbrigðiskerfi, undir almannatryggingum og svo framvegis, æ minni. Um það það verður ekkert deilt. Þess vegna er það þannig að í svona þjóðfélagi eins og okkar, að við viljum auðvitað rétta fólki hjálparhönd. Það er ljóst. En við ætlum ekki að gera það með þeim hætti að það grafi undan öllum þeim stoðum sem hér eru. Og þess vegna er það skynsamlegt að afgreiða hér þetta flóttafólk, sem er ekki allt raunverulegir flóttamenn, gera það með snaggarlegum hætti. Með svipuðum hætti til dæmis og Norðmenn gera. Og ég hef sagt: Það er kannski best að við tökum upp stefnu sænskra sósíaldemókrata sem að eru orðnir mjög harðir í útlendingamálum.

Heyra má á útvarpsþáttinn í heild sinni í þáttasafninu á heimasíðu Útvarps Sögu. Ofangreind umræða hefst á 40. mínútu í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS