fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Nú höldum við áfram að bæta kjör þessara hópa

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 29. janúar 2017 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við stjórn landsins. Reykjanes leitaði til þingmanna, sem búsettir eru á Suðurnesjum og bað þá að svara eftirfarandi spurningum.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks svaraði spurningum blaðsins.

Hvernig líst þér á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks,Bjartrar framtíðar og Viðreisnar?

Ríkisstjórnin er frjálslynd stjórn sem mun leggja krafta sína eins og fram kemur í stjórnarsáttmála hennar í að efla innviði samfélagsins. Sérstök áhersla verður lög á heilbrigðiskerfið á landsbyggðinni og uppbyggingu nýs Landsspítala og áframhaldandi skoðun á frekari greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þá verður  farið í uppbyggingu á vegakerfinu og ferðamannastöðum, menntakerfið eflt svo nokkuð sé nefnt. Það er þó ljóst eins og fram hefur komið frá fjármálaráðherra Benedikt Jóhannessyni að ekki munu allir fá allar sínar óskir uppfylltar á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar frekar en vænta mátti en stór skref verða tekin í mörgum málaflokkum á kjörtímabilinu.
Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að hækka skatta heldur standa vörð um bætta afkomu heimila og fyrirtækja með festu og stöðugleika þar sem kaupmáttur og hagvöxtur muni aukast á næstu árum vegna hagstæðra skilyrða og jákvæðs viðskiptajöfnuðar við útlönd.
Í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tekið fram að þegar verði skerðingamörk á atvinnutekjum eldra fólks og öryrkja hækkuð frá því sem nú er og er það í takt við það sem rætt var í þinginu þegar kerfisbreytingin fór í gegn á síðasta þingi sem var gott skref, en nú höldum við áfram að bæta kjör þessara hópa og hvetja þá til frekari atvinnuþátttöku.
Ég er því almennt bjartsýnn á gott gengi ríkisstjórnarinnar

Hver verða helstu baráttumálin fyrir Suðurnesin á kjörtímabilinu?

Það er mikilvægt að ljúka samningum og aðkomu ríkisins að uppbyggingunni í Helguvík, fara í gerð hringtorga á milli Rósaselstogs og Stekks, við Aðalgötu og Þjóðbraut. Grindavíkurvegur þarfnast endurskoðunar við til að bæta öryggi á veginum og mæta miklum umferðaþunga og Garðvegur þarfnast viðhalds.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hjarta samfélagsins sem ég munum áfram standa vörð um og bætta þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Uppbygging hjúkrunarheimilis og fjölgun rýma er afar mikilvægt mál sem við þingmenn verðum að berjast saman um sem einn maður. Stuðningur við mikilvæga starfsemi Keilis og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er verkefni sem þarf að ljúka og koma í fastar skorður með hagsmuni íbúa og menntunar á Suðurnesjum í huga.
Síðan eru mál tengd Keflavíkurflugvelli og norðurslóðaverkefnum, Landhelgisgæslunni og uppbyggingu á varnarsvæðinu. Þróun Ásbrúar er líka mikilvægt verkefni sem þarf mikla sérþekkingu við sem við megum ekki glata eða missa sjónar af og áframhaldandi uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og starfseminnar þar.

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS