fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Uberheimurinn – alþjóðleg aðför að einkabílnum

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. september 2016 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngubylting er í burðarliðnum, segir í leiðara nýjasta heftis tímaritsins The Economist. Þetta mun breyta daglegu lífi, valda ummyndun á borgun og um leið fækka slysum í umferðinni og minnka mengun verulega.

Þessi bylting felst í sjálfkeyrandi bílum sem er hægt að kalla til á stuttum tíma með snjallsímum. Economist nefnir sérstaklega Uber, fyrirtæki sem hefur þegar valdið miklum breytingum á því hvernig fólk ferðast um. Uber starfar nú í að minnsta kosti 425 borgum í heiminum, virði þess er metið á 70 milljarða dollara. En það hefur auga á miklu stærri hlutum, segir í greininni.

En þar eru fleiri stórfyrirtæki komin í spilið og fjárfesta mikið í sjálfakandi bifreiðum. Þar má nefna Apple, Google, Tesla, en einnig bílasmiðjur eins og Ford og Volvo. En Uber, með sitt mikla net, hefur ákveðið forskot. Eins og það er orðað í blaðinu – hvort sem Uber vinnur eða tapar þá erum við öll á leiðinni í Uberheiminn.

Economist segir að í framtíðinni, þegar þjónusta af þessu tagi breiðist út, muni æ fleira fólk velja að eiga ekki bíl. Meðfram því að bílaeign minnkar muni losna mikið pláss í borgum, gríðarleg flæmi sem eru notuð undir bílastæði. Þar verður hægt að byggja hús eða koma upp görðum.

En ef við þýðum þetta yfir á íslenska umræðuhefð má segja að þarna sé á ferðinni gríðarmikil og alþjóðleg aðför að einkabílnum.

 

20160903_cover_ww_0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu