fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Pyttirnir á internetinu

Egill Helgason
Mánudaginn 14. nóvember 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hillingum sáu menn framtíð þar sem internetinu fylgdi gríðarleg lýðæðisvæðing, efling upplýstrar umræðu, aðgengi að upplýsingum, opna stjórnsýslu, jafnvel stöðugar atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál á netinu.

En þetta er að þóast í nokkuð aðra átt. Internetið fleytir áfram alls kyns upplýsingum, flaumurinn er óskaplegur, og það þarf dómgreind til að vinsa úr. Fordómar og rugl fá jafnvel meira vægi en staðreyndir og skynsamlegar greiningar.

Það verður að segjast eins og er að mannkynið er ekki að höndla þetta sérstaklega vel. Með aukinni notkun samskiptamiðla minnkar einbeitingin, það er erfiðara að standa álengdar, fólk berst með flóðinu – það er nánast eins og heilabúið okkar sé ekki hannað fyrir þetta. Það er líka auðvelt að lokast inni í hólfum á netinu þar sem ákveðnar skoðanir eru yfirnæfandi en aðrar sjást ekki. Má jafnvel segja að mitt í öllu upplýsingaflæðinu séum við komin inn á einhvers konar and-upplýsingaröld, svo vísað sé í heimspekistefnu sem upphófst á 17. öld.

Þá gáfu menn út alfræðibækur til að fræða mannkynið og fleyta því áfram til upplýsingar, þekkingar, skynsemi og betra lífs.

encyclopedie_de_dalembert_et_diderot_-_premiere_page_-_enc_1-na5

 

Þetta er stórt íhugunarefni og það er athyglisvert að heyra skoðun Helga Hrafns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns. Píratar voru framan af ótrauðir við að boða fagnaðarerindi netvæðingar – en nú eru meira að segja runnar á þá tvær grímur.

Helgi Hrafn var gestur í Lestinni á Rás 1 í síðustu viku að ræða þessa tíma sem æ oftar farið að kalla „post fact“ eða „samfélag handan staðreynda“, eins og það var orðað í þættinum.

Internetið er að breyta öllu sem við gerum í persónulega lífinu, faglega, og pólitíska. Áhrifin eru ekki alfarið góð og staðreyndir eru bæði fjarlægari og nær okkur. Það er mikið meira af upplýsingum og auðveldara að hafa upp á þeim. En mannfólkið þarf að þróast með tækninni og læra að vinna úr þeim.

Það er spurning hvernig hægt er að sporna við. En meðal lykilatriða er að vara við hættunni af því að samskiptamiðlar taki algjörlega yfir miðlun upplýsinga og svo einfaldlega að fara að kenna fólki, sérstaklega börnum og ungmennum, að umgangast internetið og varast pyttina sem þar leynast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið