fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Ýfingar milli Pírata og Samfylkingar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. september 2016 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist heldur grunnt á því góða milli Pírata og Samfylkingar. Birgitta Jónsdóttir sakar forystumenn Samfylkingar um „árásir“. Það eru náttúrlega prófkjör þessa dagana, hið furðulega misheppnaða Pírataprófkjör í Norðvesturkjördæmi og svo eru prófkjör framundan hjá Samfykingunni í Reykjavík og Kraganum.

Menn eru á nálum – en það hefur stundum sagt að þeir sem eru líkastir þoli hver aðra verst. Samfylkingin og Píratar liggja býsna nærri á hinu pólitíska landakorti. Píratarnir eru nýrri og óspjallaðri og það fer mikið í taugarnar á Samfylkingarfólki þegar það það er ásakað um að vera spillt og útbrunnið. Því segja verður eins og er, Píratar, sem hafa enn ekki þurft að spreyta sig í ríkisstjórn, tala býsna mikið niður til annarra stjórnmálahreyfinga. Þetta fer líka í taugarnar á VG-liðum.

Annars benda skoðanakannanir helst til einhvers konar pattstöðu, að mjög erfitt verði að mynda stjórn – og að flestir flokkar verði fyrir vonbrigðum áður en yfir lýkur, líka þeir sem kunna að vinna kosningasigra. Það var talað um það á sínum tíma að stjórnarandstöðuflokkarnir myndu stilla saman strengi sína fyrir kosningarnar – en fátt bendir til þessa að nokkuð verði af því.

Þetta skrifar Birgitta Jónsdóttir, helsti foringi Píratanna, á Facebook:

 

Screen Shot 2016-09-07 at 15.18.58

 

Sigurður Hólm Gunnarsson sem er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík svarar svona og segist leiður yfir öllusaman:

 

Screen Shot 2016-09-07 at 15.20.03

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“