fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Gott partí hjá Helgarpóstinum

Egill Helgason
Mánudaginn 19. október 2015 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fann þessa mynd af blaðamönnum og skríbentum hjá Helgarpóstinum – hún hefur líklega verið tekin 1983 eða aðeins síðar. Það er eiginlega ótrúlegt að sjá hversu mikið mannval var á þessu litla blaði. En það var alltaf mikil stemming í kringum Helgarpóstinn, ungt fólk í Reykjavík hlakkaði til þegar hann kom á göturnar  – ég man ekki lengur hvort það var á fimmtudögum eða föstudögum.

Blaðið var á sinn hátt málgagn minnar kynslóðar, það var byggt nokkuð á hugmyndum Vilmundar Gylfasonar um pólitík og fjölmiðla og þarna var í bland gagnrýnin blaðamennska, stjórnmálaskýringar, vönduð viðtöl, greinar eftir snjöllustu pistlahöfunda landsins og menningarumfjöllun þar sem var mikið fjallað um það sem ungt fólk var að fást við.

Á þessari mynd má sjá í fremstu röð Vernharð Linnet sem skrifaði um djass; Gunnlaug Sigfússon sem skrifaði um dægurtónlist; pistlahöfundinn Sigurð A. Magnússon og hinn frábæra ljósmyndara blaðsins, Jim Smart.

Í annarri röð blaðakonuna og rithöfundinn Jóhönnu Sveinsdóttur (sem maður saknar alla tíð); pistlahöfundinn Sigríði Halldórsdóttur; pistlahöfundinn Auði Haralds; Kristínu Ástgeirsdóttur blaðamann; Pétur Gunnarsson pistlahöfund og Ingólf Margeirsson ritstjóra (jú, maður saknar líka Ingós).

Í efstu röð eru Gísli Helgason pistlahöfundur; blaðamaðurinn Egill Helgason, líklega yngstur í hópnum; Árni Þórarinsson ritstjóri; Guðmundur Arnlaugsson aldursforseti sem skrifaði um skák; Magnús Torfi Ólafsson pistlahöfundur; Páll Kristinn Pálsson pistlahöfundur; Árni Óskarsson, líklega pistlahöfundur; Guðjón Arngrímsson blaðamaður; Hallgrímur Thorsteinsson blaðamaður og Sigurður Pálsson pistlahöfundur.

Glæsilegur hópur – og jú, þetta var gott partí. Mig minnir að hluti af hópnum hafi endað á veitingahúsi sem kallaðist Rán og var við Skólavörðustíg. Það var dálítið eftirminnilegur staður.

IMG_6861

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins