fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ýmiss konar svik í íslenskum stjórnmálum

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. október 2015 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir upplifa það þannig að mestu svik í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð séu að ekki tókst að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Svo eru aðrir sem telja mestu svikin að ekki hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eins og þeir telja að núverandi stjórnarflokkar hafi lofað.

Svo eru aðrir sem að mestu svikin séu þau að ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna hafi ekki dregið aðildarumsóknina endanlega til baka. Í þeim hópi er Styrmir Gunnarsson sem telur að þar sé að finna dæmi um „augljósa fyrirlitningu“ stjórnmálastéttarinnar á fólki.

Sínum augum lítur hver silfrið.

ESB er raunar ekki mikið til umræðu á Íslandi þessa dagana og verður það varla næstu árin. En í Bretlandi er „brexit“ – útganga úr ESB eitt aðalmálið. Þjóðaratkvæðagreiðsla þar um hefur verið boðuð og ef niðurstaðan verður sú að ganga úr ESB er talið líklegt að Skotar fari sína leið, verði sjálfstæð þjóð.

The Economist birtir úttekt á horfunum varðandi Bretland og Evrópusambandið, Andri Geir Arinbjarnarson tekur saman nokkra punkta úr henni hérna á Eyjunni. Það sem er sérstaklega athyglisvert fyrir okkur Íslendinga er útreiðin sem Evrópska efnahagssvæðið fær:

Blaðið fer vandlega yfir þá valmöguleika sem Bretar hafa yfirgefi þeir ESB. Einn þeirra er að sækja um aðild að EES sem sé klúbbur “eins smáríkis og tveggja tittlinga” eins og segir í lauslegri þýðingu. Og EES fær ekki háa einkunn. Sá klúbbur er dýr og ólýðræðislegur. Bretar myndu missa öll völd en þurfa að beygja sig undir Brussel og borga 90% af því sem þeir borga í dag. Ansi léleg skipti að mati blaðsins. Þá er vitnað í norska skýrslu um EES og sagt að Norðmenn séu hundóánægðir með EES. Sérstaklega er tekið fram að Noregur geti lent í verri stöðu með fiskútflutning til ESB landanna en Kanada og USA þegar TTIP samningurinn kemst á.

Andri segir að Economist fari líka yfir hugmynd um að Bretland gæti fengið samning sem væri einhvers konar EES lite:

Þessi leið er talin óraunhæf enda var EES fyrst og fremst hugsuð sem biðstofa fyrir ríki sem væntanleg myndu sækja um aðild einn daginn, en ekki endastöð fyrir ríki sem segja sig úr sambandinu. Niðurstaða The Economister að það sé kalt fyrir utan ESB.

Það er nokkuð ljóst að það er lítil framtíð í EES. Þetta er barn síns tíma og passar ekki inn í nútímann. Þá hangir EES á velvilja og buddu Norðmanna og það er ekki víst að þeir séu sérstaklega spenntir fyrir því að halda þessum dýra og ólýðræðislega klúbbi gangandi nú þegar sér fyrir endann á olíuævintýri þeirra. Hver verður þá utanríkisstefna Íslands? Öskupokastefnan – „við höngum alltaf aftan í Norðmönnum” er nú aum lausn og harla lítil fullveldisreisn yfir þeirri leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins