fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þögnuð umræða um flóttamenn – tilgangsleysi þess að reka fólk burt

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. október 2015 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru tvær fjölskyldur sem vilja búa á Íslandi en Útlendingastofnun ætlar að vísa burt. Það er ekki eins og sé ofsalegur troðningur á Íslandi – og reyndar vantar vinnuafl. Önnur fjölskyldan komst í fréttir um daginn af því börnin komust ekki í skóla, því var bjargað svo sæmd var að. En allt kemur fyrir ekki – það stóð hvort sem er til að reka fólkið burt.

SxjZZilPgwHrAWt-800x450-noPad

Þetta eru hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahash og dæturnar Jouli og Jana, þeim hefur verið synjað um efnislega meðferð á hælisumsókn sinni. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í því felst að fjölskyldan hafi haft nægilega ástæðu þess að flýja heimalandið sitt, en Grikkland ræður ekki við allan flóttamannastrauminn. Hér er áskorun um að þau fái að dvelja á Íslandi.

Fyrir stuttu var mikil umræða á Íslandi um móttöku flóttafólks. Hún hefur nú þagnað – og önnur mál tekið yfir.

VSSyXheDiNgGnKV-800x450-noPad

Og hér er Telati fjölskyldan frá Albaníu, hjón með þrjú börn. Hér er áskorun um að þeim verði ekki vísað úr landi. Hjónin vilja einfaldlega fá að vinna og koma börnunum í skóla. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Tilgangsleysi þess að reka fólkið burt er algjört.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins