fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Össur sakar Hönnu Birnu um dónaskap gagnvart forsetanum – Hollande er skúbb fyrir Ólaf Ragnar

Egill Helgason
Föstudaginn 16. október 2015 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson skensar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar Alþingis, fyrir að halda aukafund um Þróunarsamvinnustofnun á sama tíma og Ólafur Ragnar Grímsson forseti er að ávarpa ráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu.

Össur segir að þetta sé rakinn dónaskapur gagnvart forsetanum.

Meirihluta utanríkismálanefndar undir nýrri forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur liggur hins vegar svo rosalega á að slátra Þróunarsamvinnustofnun að boðað var með hraði til sérstaks aukafundar til að ganga frá henni – á nákvæmlega sama tíma og forsetinn flutti ræðu sína. Deila má um hvort þetta speglar fremur sérkennilega heift gagnvart Þróunarsamvinnustofnun eða sorglegt áhugaleysi á norðurslóðum.

Milli hans og Ólafs hafa löngum verið kærleikar og í téðri Facebook-grein hrósar Össur forsetanum fyrir hinar árvissu Arctic Circle ráðstefnur og segir að norðurslóðamál hafi verið „eitt litríkasta flagg utanríkisstefnunnar á síðasta kjörtímabili“.

Síðan hefur það reyndar gerst að strandríkin við Norðurskautið, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk/Grænland og Noregur hafa rottað sig saman í eins konar innra heimskautaráð þar sem Íslendingar fá ekki að vera með. Það eru nákvæmlega engin teikn á lofti um að heimskautið verði sérlega mikilvægt fyrir Íslendinga á næstu áratugum.

En hvað varðar Arctic Circle þá má þó segja að talsverð lyftistöng er fyrir þennan félagsskap að fá sjálfan Frakklandsforseta, Francoise Hollande, á fund í eigin persónu. Má segja að það sé skúbb fyrir Ólaf Ragnar. Frakkar hafa lagt mikla áherslu á friðsama og umhverfisvæna nýtingu heimskautasvæða, meðal annars með því að senda hingað margoft Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra – Íslendingar eiga algjöra samleið með þeim og ESB í þessum málum.

Hollande er mun betri gestur en bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski sem situr í stjórn Arctic Circle og er fulltrúi stórolíunnar og þekktur afneitari loftslagsbreytinga – að ógleymdum sérstökum vini Pútíns, rússneska heimsvaldasinnanum Artur Chilingarov, sem einnig er í stjórninni.

Þessi tvö eru ekki góður félagsskapur.

 

french-president-francois-hollande-might-give-up

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins