fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Albanía – ljósárum á undan

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. janúar 2015 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.

En það er afskaplega lítill áhugi fyrir einkavæðingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fullyrða má að þorri þjóðarinnar sé þvert á móti slíku.

Ásdís Halla Bragadóttir rekur fyrirtæki sem starfar á sviði heilbrigðisþjónustu. Hún hélt ræðu hjá Samtökum atvinnulífsins og fullyrti þar að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu“.

Viðskiptablaðið hefur þetta eftir Ásdísi Höllu:

Ásdís sagði að aðeins væri hægt að velja ríkispakkann þegar kæmi að tiltekinni þjónustu á Íslandi. Í Albaníu væri val milli hefðbundna pakkans, silfurpakkans og gullpakkans þegar ákveðið væri hvaða þjónustu foreldrar vildu fá vegna fæðingar.

Hér má bæta því við að á síðasta ári var smábarnadauði 2 af 1000 fæddum börnum á Íslandi en í Albaníu var talan 13 af 1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni