

Eitt af því sem einkennir Bandaríkin er hin endalausa ofgnótt, stóru skammtarnir, úrvalið – já, og og öll tilboðin. Það er alveg hægt að týna sér í þessum heimi – og margir gera það auðvitað. Hér eru nokkrar myndir úr ferð í bandarískan súpermarkað í gær.

Svona langar hilluraðir sjást hvergi á Íslandi. Við eigum langt í land í neysluhyggjunni.

Tilboð. 3 x 12 pakkar af gosi á 9,99. Útleggst sem 36 gosdósir á sirka 1200 kall. Og úrvalið af gostegundum, maður.

Hálft gallon af Häagen-Dazs ís á 9,99 dollara.

Kjöt og skinkur.

Avocado, 99 sent.

Lítið brot af úrvali ostanna, héðan og þaðan úr veröldinni.