fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Sjötugur meistari laga og texta

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. ágúst 2015 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Eiríksson er sjötugur í dag. Við hyllum einn frábærasta lagahöfund Íslands. Magnús kom með alveg nýjan tón inn í íslenska dægurmúsík með fyrstu plötum Mannakorns. Lögin voru grípandi og töff, og textarnir voru á góðri íslensku. Þeir voru blátt áfram, sögðu oft litlar og sniðugar sögur. Á plötunum voru hugljúf lög, ástarlög, dúndrandi rokklög, fyndin lög. Mín kynslóð hlustaði á þetta upp til agna.

Magnús stóð yfirleitt með gítarinn í bakgrunninum, var ekkert að trana sér fram að óþörfu, en hann var alltaf með frábærlega skemmtilegt band sem upphaflega var byggt upp á liðsmönnum úr sveitinni Pónik þar sem Magnús lék í eina tíð. Fremst voru söngvarar í heimsklassa, Vilhjálmur, Ellen og auðvitað Pálmi.

Ég held það hafi verið Guðmundur Andri Thorsson sem sagði að Magnús hefði komið með nýbylgju til Íslands fyrir tíma svokallaðrar nýbylgju sem gekk yfir tónlistarheiminn undir 1980.

Ég tala um Magnús í fortíð – það er auðvitað vitleysa, því hann er enn að bæta við sinn stóra og glæsilega katalóg. Til hamingju meistari.

Því miður er ekki að finna margar tónleikaupptökur með Mannakornum á netinu en hér er Gamli skólinn frá 1979. Þetta er það elsta sem ég finn og upptakan er því miður endaslepp. Pálmi syngur, Magnús er á gítar, og það er sveifla á bassanum hjá Jóni Kristni Cortes. Baldur Már Arngrímsson er á kassagítar, en Björn Björnsson leikur á trommur. Þetta eru þeir sem sjást í mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót