fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Trú og grín

Egill Helgason
Laugardaginn 17. janúar 2015 02:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáar stofnanir hafa átt í meira stríði við þá sem hafa gagnrýnt hana, sett fram öðruvísi hugmyndir eða gert grín að henni og kaþólska kirkjan.

Hún hefur bannfært menn, bannað bækur, myndverk, kvikmyndir, heimspekikenningar og vísindi, ritskoðað – líklega er kaþólska kirkjan mesti ritskoðari allra tíma.

Það hefur því ansi holan hljóm þegar páfinn segir að ekki megi gera grín að trúarbrögðum. Og eiginlega verður það enn skuggalegra þegar leiðtogar ýmissa trúarbragða ná saman um slíka þöggun. Samhljómur þeirra er ískyggilegur.

Því hví skyldi trú vera undanþegin gríni en ekki stjórnmál? Og eru það bara stór trúarbrögð sem eiga að vera laus undan gríninu? Hvað með vísindakirkjuna, mormóna, ásatrúarmenn?

Annars ætti að vera óþarfi að hafa áhyggjur af þessu. Frans páfi sagði orðaði það svo að ef menn hæddust að móður sinni, gætu þeir búist við að fá högg.

Hver er móðirin í þessari dæmisögu? Kirkjan?

En er það ekki þannig að algjör óþarfi er að hafa áhyggjur af þessu? Ef menn treysta guði og trúa að hann sé almáttugur, þá ættu þeir að geta verið vissir um að guðlastarar og þeir sem hæðast að trú fá makleg málagjöld um síðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“