fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sterkar Óskarstilnefningar

Egill Helgason
Föstudaginn 16. janúar 2015 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin bera vitni um feiklega sterkt ár í kvikmyndum, þrátt fyrir kenningar um að mestur kraftur í sköpun myndmáls sé kominn í sjónvarp.

Myndir sem eru tilnefndar eru hver annarri sterkari. Boyhood sem er tekin á þrettán ára tímabili og segir frá uppvexti drengs frá því hann er sex ára og þar til hann verður átján. Einstakt verk sem setur ný viðmið.

Grand Budapest Hotel er eftir hinn stórsnjalla Wes Anderson, léttgeggjuð kómedía sem endurskapar heim Mið-Evrópu frá því milli stríða – í myndinni er þess beinlínis getið að hún sé undir áhrifum frá Stephan Zweig.

Whiplash er einhver besta tónlistarmynd síðari ára, segir frá dreng sem vill skara framúr í djasstrommuleik og kennara hans sem beitir býsna óhefðbundnum aðferðum. Sjaldan hefur maður séð tónlist gerð jafngóð skil með myndmáli og þarna.

Sjálfur er ég ekki jafn hrifinn af Birdman. Fannst orðavaðallinn í henni nær óbærilegur. Yfirbragð hennar er dökkt og dálítið þrúgandi, saga um gamlan kvikmyndaleikara sem ætlar að skapa sér nafn leiksviði á Broadway en lendir í óbærilega hrokafullum meðleikara sem yfirskyggir hann. Allt er þetta vel gert – en pínu tilgerðarlegt.

American Sniper eftir Clint Eastwood líst mér ekki á, þar er á ferðinni upphafning stríðsreksturs, en The Imitation Game heillar. Hún segir frá vísindamanninum Alan Turing sem öðrum fremur átti þátt í að ráða dulmál nasista í svokallaðri Enigma-áætlun. Turing varð síðar fyrir miklum ofsóknum vegna þess að hann var samkynheigður.

Af erlendu myndunum sem eru tilnefndar hef ég séð tvær, báðar frábærar. Leviathan er stórkostlegt skáldverk sem segir frá valdníðslu og kúgun í Rússlandi Pútíns. Glögg lýsing á þeim skelfilega heimi í hnotskurn. Ida er pólsk mynd, gerist á sjöunda áratugnum, og segir frá ungri konu sem er að fara að taka nunnuheit. Þá kemst hún á snoðir um fjölskylduleyndarmál frá tíma þýska hernámsins.

leviathan

Rússneska myndin Leviathan er talin líklegust til að hreppa Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin. Hún gerist norður við Barentshaf, byggir lauslega á Jobsbók, og lýsir í hnotskurn spillingunni og geðþóttavaldinu í Rússlandi Pútíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi