fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gegn fasisma

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. janúar 2015 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein besta teikning sem ég hef séð þar sem árásin á Charlie Hebdo er túlkuð sýnir tilræðismenn skjóta byssukúlum inn á skrifstofu blaðsins. En að baki er moska og kúlurnar lenda í rauninni á henni.

Uppgangur íslamsks fasisma er að sönnu uggvænlegur. Við sjáum hann víða um heim, í Írak, Sýrlandi – í hryllilegum fjöldamorðum í Nígeríu. Hugmyndafræðin sem er að baki er ill og eyðileggjandi.

Því miður virðist hún höfða til hópa ungmenna í Evrópu. Um leið heyrir maður að fólk, sérstaklega á vinstri væng, vill reyna að vera skilningsríkt. Þarna séu minnihlutahópar sem hafi verið niðurlægðir og jaðarsettir að svara fyrir sig, út af Ísrael, út af Írak, Afganistan, út af fátækrahverfum stórborga þar sem búa innflytjendur. Þetta sé valdalaust fólk og vanmáttugt.

Auðvitað er sitthvað til í þessu, en menn skyldu samt gæta sig á því að kafna ekki í réttlætingu fyrir ofbeldi og fasisma. Hin íslamsfasíska hugmyndafræði gengur einmitt út á að svipta einstaklinginn valdi, gera hann að viljalausum verkfærum í þágu goðmagns sem sífellt er vísað í með innihaldslausum hrópum og slagorðum.

Og raunar er athyglisvert að margt af þessum hugmyndum, og jafnvel fjármagni sem er á bak við þær, koma frá einu voldugasta ríki heims í dag, Saudi Arabíu. Þar, eins og í heimi íslamsfasista, eru þeir sem efast um trúna eða ganga taldir verðskulda limlestingar eða dauða.

Tilgangur þessara fasista þegar þeir eru við iðju sína í Evrópu er að koma á sem mestu róti, skapa úlfúð og ólgu. Stórkostleg er hætta á að hún beinist gegn múslimum sem heild, að þeir verði demóníseraðir, úthrópaðir sem óvinir vestræns lýðræðis. Það skilja fasistarnir mæta vel. Þeir nærast einmitt á því að ófremdarástandi ríki í samfélagi múslima – ástand sem kallar á meira hatur, meiri hörku, meira stríð, jihad.

Það er af þessum sökum að nauðsynlegt er fyrir leiðtoga múslima að afneita þessari hugmyndafræði. Þeir gera það ekki fyrir okkur vesturlandafólkið, heldur fyrir sitt eigið samfélag, unga fólkið sem þar er að alast upp.

Mesta hættan sem við horfum upp á felst í samspili íslamsfasistanna við ysta hægrið í Evrópu. Þar eru líka fasísk öfl á kreiki. Ódæðisverk eins og árásin á Charlie Hebdo eru vatn má myllu þeirra. Þarna er komin uppskrift að hatri sem stigmagnast. Við sjáum samtök eins og Pegida sem nú eru að ná til Íslands. Lítilsigldir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum ganga á lagið. Óhjákvæmileg afleiðing er meira lögregluríki.

Á svona tíma er algjör nauðsyn að lýðræðisöfl standi saman, hvort sem þau eru til hægri eða vinstri. Það þarf að vera samstaða um að kveða niður íslamska fasismann, um tjáningarfrelsið, um fjölbreytina sem einkennir vestræn samfélög, en líka um að halda niðri hinum ný-fasísku hreyfingum yst á hægri vængnum, um að starfa ekki með þeim, hleypa þeim ekki í ríkisstjórnir, að fordæma málflutning þeirra eins og til dæmis Angela Merkel hefur gert.

 

B6wb6lzIYAAWia1-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi