fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Langaði þá ekkert að fara?

Egill Helgason
Mánudaginn 12. janúar 2015 01:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frekar er nú dapurt að enginn íslenskur ráðamaður skuli hafa farið í samstöðugönguna miklu í París – sérstaklega í ljósi þessa að þar voru til dæmis allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, Angela Merkel og David Cameron.

Og ótal aðrir leiðtogar. Einhvern veginn tókst þeim að komast til Parísar.

Maður skyldi halda að einhverjum íslenskum stjórnmálamanni hefði þótt forvitnilegt að fara og vera í þessum hópi og taka þátt í þessari kröftugu samstöðu. Langaði þá ekkert að fara?

Í staðinn var fulltrúi Íslands Nína Björk Jónsdóttir. Hún er sendiráðunautur í París – semsagt ekki einu sinni sendiherra.

Auðvitað voru fleiri Íslendingar í göngunni. Ég veit að vinir mínir Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir voru þar.

Þau eru reyndar afskaplega góðir fulltrúar lands og þjóðar – gerast varla betri.

hollande-merkel-650_011115070201

Francois Hollande og Angela Merkel í París í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást