fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Fylkingar sem þola ekki hvor aðra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. janúar 2015 06:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum finnst manni að Ísland sé að þróast í sömu átt og Bandaríkin, að hér séu tvær fylkingar sem þola ekki hvor aðra, eru ófærar um að eiga siðað samtal, hrópast bara á með ókvæðisorðum. Líklega er langt síðan að pólitíkin hefur verið svo pólaríseruð.

Maður furðaði sig oft á hinu ofboðslega hatri sem margir á hægri vængnum lögðu á Jóhönnu og Steingrím á tíma ríkisstjórnar þeirra. Og eins er það nú með Sigmund Davíð og Bjarna, það er furðulegt að sjá hvernig margt fólk á vinstri væng umhverfist beinlínis við tilhugsunina um þá.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms kom íslensku efnahagslífi aftur á kjöl eftir hrunið. Þetta var að sumu leyti ágæt stjórn. En margt mistókst henni, eins og Icesave, stjórnarskrá, ESB-umsókn og breytingar á kvótakerfi. Hún hefði líka getað gengið lengra í að ráða bót á skuldavanda almennings. Í raun tók hún á fjármagnsöflunum með alltof miklum silkihönskum.

Ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna ríkir á tíma þegar hér er sama og engin verðbólga. Hún hefur það markmið að reyna að ná eins miklum peningum og hægt er úr þrotabúum bankanna og nota til almannaþarfa. Það er óvíst hvernig til tekst, en markmiðið er verðugt. Stjórnin fór í mikla skuldaleiðréttingu, eins og lofað hafði verið, ýmislegt er gagnrýnivert við hana, en fyrir margt fólk var hún veruleg kjarabót. Ekkert af þessu ber vott um harða hægristefnu. Vegna þess hvernig er ástatt í efnahagslífinu hefur ríkisstjórnin tækifæri til ýmissa góðra verka, ef áhugi er fyrir hendi.

Veikleikar stjórnarinnar felast hins vegar í nálægðinni við hagsmunaaðila. Fær stórútgerðin allan sinn óskalista uppfylltan? Bíða vildarvinir, tengdir flokkunum, þess að taka yfir bankana? Og er virkilega ætlunin að halda áfram að tuddast á ríkisstofnunum, rétt eins og þær sé einhvers konar óvinur fólksins í landinu?

Svo má spyrja. Stjórnarliðar þurfa að tileinka sér hófsamari málflutning, suma þarf beinlínis að setja út í horn. En þó er ekki víst að það breyti neinu. Við erum að horfa upp á samhverfu þess sem var á tíma síðustu ríkisstjórnarinnar, vinstri stjórnarinnar, þegar talað var um Jóhönnu og Steingrím eins og þau væru algjörlega ömurlegt fólk. Fylkingarnar æpa og hía hvor á aðra, en geta ekki talað saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist