fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Hannesarnefndin – væri hægt að kalla Guðrúnu til?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. júlí 2014 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ítrekað haldið fram þeirri skoðun að hrunið hafi verið breska Verkamannaflokknum að kenna – í bland við Jón Ásgeir og Baug.

Alvarlegasti atburðurinn varðandi hrunið er ekki fall bankanna og nánast allra fjármálastofnana í landinu og allt það rof sem varð vegna þess, heldur að ríkisstjórn hafi hrökklast frá völdum eftir þessa atburði.

Sigurður M. Grétarsson heitir maður sem setur inn athugasemd við fyrri færslu hér á vefnum. Hann skrifar.

Ef Hannesi tækist í rannsókn að komast að einhverju sem verður ekki bara til að renna stoðum undir kenningar hans – ja, þá má hrópa húrra. Þeim mun meiri sök sem sett er á erlenda aðila varðandi hrunið þeim mun minni sök er sett á þá innlendu aðila sem mesta ábyrgð bera á hruninu. Og þar sem þessir innlendu aðilar eru sumir nátengdir honum auk þess sem Hannes sat í stjórn Seðlabanka Íslands meðan þær aðgerðir voru framkvæmdar sem leiddu til á þriðja hundruð milljaða taps þá er hann einhver ótrúverðugasti aðilinn sem hugsast getur til að gera svona úttekt.

Og rök Hannesar í sjónvarpi áðan um að það ætti ekki að skipta máli hver skrifar greinagerðina heldur bara hvað hann skrifar og þau rök sem hann færir fram halda ekki vatni. Það stafar af því að það skiptir ekki síður máli hvað er ekki sagt í skýrslu sem þessari heldur en það sem sagt er í henni. Ef rannsakandi er með fyrirfram mótaðar skoðanir eða er tengdur málsaðilum þá er hann líklegur til að sleppa því að kanna betur þætti sem benda í aðra átt en viðkomandi vill og það getur haft áhrif á niðurstöðuna. Það getur líka aft áhrif á niðurstöðuna hverja viðkomandi kýs að ræða við og hverja hann kýs að ræða ekki við.

Það þarf að skoða bæði rök með og á móti ákveðnum staðhæfingum og ef rannsakandinn skoðar ekki mótrökin er ekki víst að þau komi fram því þeir sem hefðu viljað finna þau eru ekki að fá 10 milljónir til að standa undir kostnaði við það og þar að auki er ekki víst að þeir fái að ræða við sömu aðila og þeir fá að ræða við sem eru á vegum stjórnvalda að skoða málið. Það sama má segja um aðgang að trúnaðargögnum.

Vilji menn rannsaka hina „erlendu áhrifaþætti“ þá er hér kona sem er tilvalin í að leiða það starf, Guðrún Johnsen. Það er kannski ekki of seint að kalla hana til? Með hana innanborðs væri hægt að auka trúverðugleikann verulega.

Annars má segja að þetta sé fyndnasta innleggið varðandi málið. Nú er ég víst kominn í bloggher Gunnars Steins. Ég minnist þess reyndar ekki að hafa hitt þann mann eða rætt við hann – og kem ekki einu sinni fyrir mig hvernig hann lítur út. Ég hef líka verið í sérstöku vinfengi við þá sem Gunnar Steinn á að hafa unnið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“