fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Skrítið og skemmtilegt með Tom Jones og fleirum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júní 2014 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt er farið að tínast inn á internetið og sumt furðulegt og hálfgleymt.

Þar er til dæmis að finna brot úr sjónvarpsþáttum sem söngvarinn Tom Jones var með 1969 eða um það bil.

Og þetta er eiginlega alveg súrrelískt.

Crosby, Stills, Nash & Young að syngja hippabraginn Long Time Gone eftir David Crosby – og aðalröddina syngur Tom.

https://www.youtube.com/watch?v=9Kg0v0Er8Ak

Þetta er eiginlega betra. Tom og Joe Cocker að syngja Delta Lady.

https://www.youtube.com/watch?v=2E7zxyYg930

Hér er Tom að syngja syrpu með Mama Cass Eliot.

https://www.youtube.com/watch?v=-sQyy24PvcQ

Og hérna er Tom Jones að tala welska tungu og kynnir söngkonuna Mary Hopkin – sem syngur hið frábæra lag Those Were The Days.

https://www.youtube.com/watch?v=2i9LN883Q64

Hér rifjast upp að á sínum tíma plataði ég vini mína Pétur og Eyþór Gunnarssyni eða það fannst mér. Ég hafði eignast Those Were The Days á lítilli plötu. Þeir bræðurnir áttu litla plötu með Day Tripper/We Can Work It Out með Bítlunum. Ég fékk þá til að skipta eftir nokkrar fortölur, en var lengi með dálítð samviskubit yfir því.

En nú er Bítlaplatan líka glötuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum