fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Einkennileg og úrelt samræmd próf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. desember 2014 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kemur í ljós að hafa verið gerð alls konar mistök í samræmdum prófum. Spurningar voru vitlausar, eitt samræmda prófið var svo þungt að nemendur höfðu á tilfinninguna að væri verið að brjóta sig niður.

Samræmd próf eru tekin í fjórða bekk, sjöunda bekk og tíunda bekk.

Sonur minn sem er í sjöunda bekk hefur tvívegis tekið þessi próf. Síðast var það í september, í upphafi skólaárs. Þegar strákurinn var í fjórða bekk voru sumir nemendur í skólanum teknir til hliðar og látir baka kökur.

Við höfum upplifað algjört tilgangsleysi samræmdu prófanna. Börnin hafa ekkert nema ama að þeim. Einkunnirnar komu núna í nóvember og við nenntum varla að kíkja á þær.

Því það er alveg ljóst að þessi próf eru ekki fyrir börnin, ef svo væri hefðu menn ekki þennan hátt á, heldur fyrir byrókrata til að geta reiknað í kúrfur.

Þetta er kerfi sem hlýtur að mega endurskoða. Og nú tek ég fram að drengurinn er í skóla þar sem er heilmikið af prófum. Þau eru hins vegar í takt við skólaárið og námsframvinduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu